10 – 15 bátar á íslandsmóti

/ ágúst 8, 2008

{mosimage}Samkvæmt veðurspám verður þetta með rólegri íslandsmótum. Slappari og skringilegri veðurspá hefur varla sést lengi. Það er ekki hægt að treysta neinu úr veðurspánum og sennilega verða keppendur að treysta mest á eigin reynslu og þekkingu. Sennilega má búast við hafgolu en kannski ekki. Ef skýjahulan nær að rjúfa sig þá fáum við hana annars ekki. Ef það verður hafgola á föstudagskvöld þá vinna þeir sem eru fyrstir í mark því það lægir þegar á líður. Á laugardag getur það kannski jafnast ef það hvessir þegar á líður fyrri part dags. Pfff… forgjafarkeppnir eru aldrei alveg sanngjarnar.
Við vonum bara að keppnin verði sem sanngjörnust og að þeir bestu vinni. Sá sem þetta ritar ætlar fyrst og fremst að hafa gaman að þessu, ef það tekst að sigla hratt líka þá er það bara bónus.
Sjáumst og höfum gaman í góðra vina hópi um helgina.
Ps. Búast má við rólegri helgi hér á síðunni um helgina þar sem fréttaritarar eru að keppa í Íslandsmeistaramótinu.

Share this Post