11 bátar á þriðjudegi

/ september 4, 2012

 

Það var gaman að sjá hvað margir mættu til keppni, 11 bátar í þessu líka fína veðri. Kannski full fínt í lokin en fínt samt. Gaman að sjá „nýliðana“ Stjörnuna, Röst, Borgina og Íspinnana. Lokamótið er um næstu helgi en til stendur að halda þriðjudagskeppnunum áfram fram að hífingardegi. Hífingardagur hefur ekki verið ákveðinn en trúlega verður hann um næstu mánaðarmót. Keppnirnar verða kannski með enn léttara sniði. Við auglýsum það hér á síðunni þegar nær dregur. Eða eins og einhver myndi segja; þar sem tveir bátar koma saman — þar er keppni.

En á þessum árstíma má búast við hvassviðri svo það er betra að huga að bátum og vera viðbúinn hinu versta.

Úrslit fylgja hér …


 
 

 

Share this Post