1973

/ febrúar 15, 2007

Þetta hefur ekkert með siglingar að gera, nema maður spili þetta um borð. En við erum bara í svo góðu skapi hér á fréttastofunni að við látum þetta flakka.


Hvar varst þú árið 1973? Maður sér fyrir sér síðhærðan töffara með flott yfirvaraskegg í mittissíðum leðurjakka á brúnum Camaro á leið yfir San Francisco-brúna – þyrluskot. Súmmað út. Gulur titill myndarinnar fyllir næstum skjáinn, nóg af poppi.

Takið eftir að hljómborðsleikarinn (sem reyndar er gítarleikari (og albínói)) er þarna langt á undan sinni samtíð með hljómborðið hangandi. Þetta komst í tísku 20 árum síðar.
Share this Post