46. Siglingaþing SÍL

/ febrúar 25, 2019

Siglingaþing fór fram s.l. laugardag 23. febrúar í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugardal.

Jón Pétur Friðriksson setti þingið og eftir það fóru fram hefðbundin þingsköp.
Fundarstjóri var Guðrún Inga Sívertsen.
Gísli Friðgeirsson úr Kayakklúbbnum fékk gullmerki SÍL.
Úlfur Helgi Hrjóbjartsson úr Brokey fékk gullmerki SÍL fyrir frábær störf í þágu siglingaíþróttarinnar undanfarin ár.

Mótaskrá var samþykkt að hluta fyrir árið 2019, en ákvörðun fyrir dagsetningu fyrir æfingabúðir og Íslandsmót kæna var því miður frestað og vísað til næsta formannafundar hjá SÍL.

DAGS. MÓT
18. maí  Opnunarmót Kænur
25. maí Opnunarmót Kjölbátar
1. júní   Hátíð hafsins Kjölbátar
15. júní Miðsumarmót Kænur
21.-23. júní Faxaflóahafnir Kjölbátar
30.jún-7.júlí Æfingabúðir Kænur  (Ákvörðun frestað) 
9.-11. ágúst Íslandsmót Kænur (Ákvörðun frestað)
15.-18. ágúst Íslandsmót Kjölbátar
24. ágúst Lokamót Kænur
31. ágúst Lokamót Kjölbátar
14. sept Bart‘s Bash Allir
31. des Áramót Frjálst

Formaður
Aðalsteinn Jens Loftsson (Ýmir)

Stjórnarmenn
Ólafur Bjarnason (Ýmir)
Gunnar Geir Haraldsson (Þytur)
Sigurjón Magnússon (Kayakklúbbnum)
Áki Guðni Karlsson (Brokey)
Ragnar Hilmarsson (Þytur)

Varamenn
Rúnar Þór Björnsson (Nökkvi)
Marcel Mendes da Costa (Brokey)
Guðmundur Benediktsson (Sigurfari)

Share this Post