47. þing Íþróttabandalags Reykjavíkur

/ mars 21, 2015

Dagana 19. og 20. mars 2015  var haldið 47. þing Íþróttabandalags Reykjavíkur. Fyrir hönd Siglingafélags Reykjavíkur – Brokey, fór formaður félagsins Ólafur Már Ólafsson.

Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, setti þingið. Tveir gestir tóku til máls í uppafi þings borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, og Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ. Lárus veitti tveimur einstaklingum viðurkenningu fyrir góð störf í þágu íþróttahreyfingarinnar við þetta tækifæri, Gústaf Adolf Hjaltason fékk gullmerki ÍSÍ og Lilja Sigurðardóttir silfurmerki ÍSÍ.

Fjölmennt var á þinginu en 70 voru mættir þegar kjörbréfanefnd lagði kjörfbréf fram til samþykktar. Er það nokkuð meiri fjöldi en búast var við því í fyrsta sinn í ár getur hver þingfulltrúi borið tvö atkvæði fyrir sitt félag. Nánar er hægt að lesa um þingið á www.ibr.is 

thing2015-1

Share this Post