Aðalfundur

Aðalfundur Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar, verður haldinn laugardaginn 28. janúar 2017, klukkan 10:30 á Ingólfsgarði.

Dagskrá aðalfundar:

 1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
 3. Skýrslur nefnda lagðar fram.
 4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og útskýrðir.
 5. Umræða um skýrslu stjórnar, nefnda og reikninga.
 6. Reikningar bornir upp til samþykktar.
 7. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og bornar undir atkvæði.
 8. Kosning formanns
 9. Kosning fjögurra meðstjórnenda og tveggja varamanna sem skipta með sér verkum í samræmi við 10. grein.
 10. Kosning tveggja skoðunarmanna.
 11. Ákvörðun félagsgjalda.
 12. Önnur mál.
 13. Fundarslit.

Hægt er að nálgast lög félagsins hér

Stjórn félagsins langar að hvetja einstaklinga sem hafa áhuga á að taka þátt í stjórnarstörfum að hafa samband með því að skrá nafn sitt hér í athugasemdir eða senda póst á brokey@brokey.is

Fjölmennum,
Stjórnin

Uppskeruhátíð SÍL

Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey gerði það heldur betur gott á Lokahófi Siglingamanna sem fór fram í húsnæði ÍSÍ í dag.

Siglingamaður ársins Þorgeir Ólafsson (Brokey)
Siglingakona ársins Hulda Lilja Hannesdóttir (Brokey)
Siglingaefni ársins Hólmfríður Gunnarsdóttir (Brokey)
Íslandsbikarmeistari kjölbáta, áhöfnin á Dögun (Brokey)
Sjálfboðaliði ársins Arnar Freyr Jónsson (Brokey)
Ævintýrabikarinn fengu þau Kristófer Oliversson og Svanfríður Jónsdóttir (Brokey)

20161217_132717

Siglingamaður ársins Þorgeir Ólafsson

Lesa meira

Jólagleði og uppskeruhátíð SÍL

Loksins er komið að því! Uppskeruhátíð SÍL verður haldin í hádeginu (12-14)laugardaginn 17. desember í Cafe Easy, Íþróttamiðstöðinni Laugardal. Í boði er létt jólahlaðborð á aðeins 1500 kr.

Veitt verða verðlaun þeim sem hafa skarað framúr á árinu. Meðal verðlauna sem veitt verða eru: siglingamaður og -kona ársins, kayakmaður og -kona ársins, sjálfboðaliði ársins og mesta siglingaefnið. Einnig verður Íslandsbikarinn afhentur. Kjörið tækifæri fyrir siglinga- og kayakfólk til að koma saman og eiga notalega stund áður en það dembir sér í jólaösina. Hægt er að tilkynna þátttöku á sil@silsport.is eða á facebook-síðu SÍL, en það hjálpar okkur að áætla fjölda matargesta. Allir hjartanlega velkomnir.
https://www.facebook.com/events/213238242463387/

silmatur

Jólasíld og bjórsmakk

Það hefur verið heldur lítið um fagnaðarlæti í haust eftir gott siglingatímabil. Við bætum úr því á laugardaginn með laufléttu jólabjórsmakki og síldarborði, góðu skútuspjalli og gleði, á morgun, laugardaginn 10. desember.

Við lofum tónlist, pubquiz (ef þátttaka er næg) og heitum umræðum um framtíð siglinga í Skerjafirði :)

Jólasíld

Um Heimsins höf á Hug

Kristófer og Svanfríður segja okkur frá siglingu sinni um­hverf­is jörðina á seglskút­unni Hug frá Reykja­vík, en ferðalag þeirra var hluti af  „World Arc – Around the World rally“ keppn­inni. Hér má sjá umfjöllun morgunblaðsins um ferðina þeirra http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/03/27/aevintyrasigling_umhverfis_jordina/
Allir áhugasamir velkomnir.
Aðgangseyrir er 1.500 krónur,- sem rennur óskiptur til Kjölbátasambands Íslands.
Kaffi innifalið, aðrar veitingar er hægt að kaupa á staðnum.
Staðsetning: Hótel Plaza, Aðalstræti 4.
Fyrirlesturinn hefst 7.nóvember klukkan 20 (húsið opnar kl: 19:30.)

Við hvetjum alla siglara og áhugamenn um siglingar til að fjölmenna.

hugur kristofer-og-svanfridur

Kranadagur 15. okt

Það er góð veðurspá fyrir næstu helgi. Því verður híft í Gufunesi næsta laugardag 15. okt.
Verð fyrir hífingu og vatn (tankbíl) er 27.000 kr á bát (koma með pening).

Tímasetningar:

kl: 14:30 Mæting á Ingólfsgarð

kl: 15:00 Bátar tilbúnir í Gufunesi: Stína, Sigurvon, Margrét, Borgin, Röst, Flóin, Dúfa, Dögun
kl: 16:00 Bátar tilbúnir í Gufunesi: Stjarnan, Nornin, Ögrun, Elín Anna 

Til að hífingin gangi sem best fyrir sig þurfa allir að hjálpast að (engin fer heim fyrr en síðasti bátur er komin á land). Þegar kemur að hífingu þarf áhöfn og aðstoðarmenn að vera með á hreinu hvar trossurnar eiga að vera staðsettar, búið að losa bakstag og rekkverk ef þess þarf og binda löng skaut í stefni og skut. Gúmmíbáturinn okkar verður á staðnum til aðstoðar og til að ferja mannskap.
Best er að hafa einn mann á hverjum stroffuenda meðan þeim er komið fyrir. Passa þarf upp á að kranakrókurinn sé fyrir miðjum bát þegar híft er, svo bátur halli ekki í vöggu.
Verum með opið fyrir rás 6 á VHF. Tankbíll kemur svo með vatn eins og vanalega.

Kranadagur11.10.09 038