Kranadagur, LokaBrok og fleirra

Dagskrá:
19. sep Hreinsunardagur í Nauthólsvík. Mæting kl. 10:00. Taka á til í stóru skemmunni.
3. okt Hreinsunardagur í Gufunesi. Mæting kl. 10:00
10. okt Kranadagur (til vara 17. okt). Mæting er á Ingólfsgarði kl. 13:00 en háflóð verður um fimmleitið. Byrjað að hífa fyrstu báta kl. 15:00. Þeir sem ætla upp vinsamlega sendið póst á brokey@brokey.is og staðfestið þátttöku.

Um kvöldið á kranadag ætlum við svo að gera okkur glaðan dag í félagsheimilinu á Ingólfsgarði. LokaBrokið hefst kl. 20:00 (til vara 17. okt). Við leitum að áhöfn til að sjá um kvöldið, endilega sendið póst á brokey@brokey.is ef vilji er fyrir hendi að taka að sér umsjón um kvöldið.

 Flóðatafla Háflóð Háflóð
10. okt 17:12 / 3.6 m
17.okt 8:30 / 3.7 m 18:46 / 3.4 m

Við minnum á að flotbryggjunni verður lokað 1. nóvember, en þá eiga allir bátar að vera komnir annað.

PA160015

Leiðindaveður


Það er leiðindarveður þessa dagana á höfuðborgarsvæðinu.
Gott er að fara yfir landfestar og fríholt/fendera og jafnvel tvítryggja … til öryggis.

Skúta til sölu, Dufour 2800

Til sölu Dufour 2800 skútu í mjög góðu ásigkomulagi. Hún er 1977 módel og hefur verið haldið mjög vel við. Skútan er mjög rúmgóð. Gistipláss er fyrir 5 manns í skútunni. Eldunaraðstaða með bútan gaseldavél með tveimur hellum. Salerni og vaskur x2. Mikið geymslupláss. Viðarpallur er aftan á skútunni. Skútan er staðsett í Óðinsvé, Danmörku og hægt er að hafa hana þar svo lengi sem þörf er á.

IMG_0660

Lesa meira

Frá Landhelgisgæslunni: Austurhöfn lokuð vegna flugeldasýningar á Menningarnótt

Eftirfarandi er frá Landhelgisgæslunni vegna menningarnætur 2015

menningarnott2015

Laugardaginn 22.08.2015 mun svæðið fyrir innan rauðulínurnar í kringum Faxagarðinn (sjá meðfylgjandi kort) verða lokað fyrir allri báta og skipaumferð á meðan að flugeldasýningu stendur.
Lokunin tekur gildir frá kl 22:50 til 23:20 eða 5 mín eftir að sýningunni er lokið.

Það verður eftirlitsbátur frá Landhelgisgæslunni á svæðinu með hlustvörslu á rás 16 og 12 ásamt bátum frá Landsbjörgu.
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar mun einnig senda út tilkynningu til sjófarenda með reglulegu millibili í gegnum VHF.
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við undirritaðan.

Kveðja, Marvin
Netfang: Marvin.Ingolfsson@lhg.is

Íslandsmót kjölbáta 2015

Íslandsmeistarar í siglingum kjölbáta 2015 er Skegla úr Hafnarfirði. Þeir sigldu af gríðalegu öryggi alla þrjá keppnisdagana og áttu þetta sannarlega skilið. Ég held að allir séu sammála um að þarna hafi farið fram virkilega gott mót í góðum vindi.

1. Skeggla (Þytur)
2. Dögun (Brokey)
3. Aquarius (Brokey)

Sjá úrslit hér: Islandsmot 2015-Úrslit
Íslandsmeistar 2015

Lesa meira

Íslandsmót kjölbáta 2015

Siglingaklúbburinn Þytur heldur Íslandsmót kjölbáta dagana 12.–16. ágúst 2015. Skipstjórafundur var í gær 12. ágúst, þar sem var farið yfir keppnisfyrirmæli og önnur mál.

Sú nýbreytni verður á þessu móti að skipstjórar hvers báts sjá til þess að einn úr áhöfninni skrá sig inn á http://raceqs.com og skrá bátinn. Ætlunin er síðan að hægt verði að fylgjast með keppninni nánast live og einnig er hægt að fara yfir keppninna þegar komið er í land.

Sjá nánar hér

20130816_155731