Aðalfundur

Aðalfundur félagsins fór fram í dag 30. janúar 2016. Lagður var fram ársreikningur fyrir árið 2015 og hann samþykktur. Nokkrar lagabreytingar sem stjórnin lagði fram voru einnig samþykktar.
Stjórn félagsins harmar mætingu félagsmanna á aðalfund því heildarfjöldi var einungis 14 manns sem verður að teljast frekar lítið.

Nýkjörin stjórn fyrir árið 2016.
Formaður: Ólafur Már Ólafsson
Meðstjórnendur: Arnar Freyr Jónsson, Áki Ásgeirsson, Guðmundur Gunnarsson, Jón Pétur Friðriksson
Varamenn: Áki G. Karlsson og Marcel Mendes da Costa.

Sjá skýrslu stjórnar: Skýrsla stjórnar 2015

Sjá fundargerð aðalfundar: Aðalfundur Siglingafélag Reykjavíkur Brokey 2016

Jólasíld hjá Brokey

Sunnudaginn 20. desember milli kl. 12 & 13 verður boðið upp á jólasíld hjá Brokey á Ingólfsgarði.
Við hvetjum sem flesta til að mæta og gera sér glaðan dag svona rétt fyrir jólin.
Endilega skráðið ykkur hér fyrir neðan í athugasemdir eða á facebook, svo við vitum ca. fjöldann.
Stjórnin

Jólasíld

Aðalfundur

Aðalfundur Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar, verður haldinn laugardaginn 30. janúar 2016, klukkan 10:30 á Ingólfsgarði.

Dagskrá aðalfundar:

 1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
 3. Skýrslur nefnda lagðar fram.
 4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og útskýrðir.
 5. Umræða um skýrslu stjórnar, nefnda og reikninga.
 6. Reikningar bornir upp til samþykktar.
 7. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og bornar undir atkvæði.
 8. Kosning formanns
 9. Kosning fjögurra meðstjórnenda og tveggja varamanna sem skipta með sér verkum í samræmi við 10. grein.
 10. Kosning tveggja skoðunarmanna.
 11. Ákvörðun félagsgjalda.
 12. Önnur mál.
 13. Fundarslit.

Stjórn félagsins leggur fram tillögu að breytingum á lögum félagins. Sjá tillögu: Lög Brokeyjar tillaga fyrir aðalfund 30.jan 2016
Hægt er að nálgast núverandi lög félagsins hér

Okkur langar að hvetja einstaklinga sem hafa áhuga á að taka þátt í stjórnarstörfum að hafa samband með því að skrá nafn sitt hér í athugasemdir eða senda póst á brokey@brokey.is

Fjölmennum,
Stjórnin

Fleur Australe færð til í höfninni

Það er skúta við Ingólfsgarð sem heitir Fleur Australe, en henni hefur ekki verið siglt til evrópu vegna veðurs og því er hún í raun strandarglópur á Ísland (áhöfnin farin) alla vega fram yfir áramót.
Unnið er að því að finna henni betra stæði því litla flotbryggjan okkar var ekki að ráð við þennan stóra bát í veðrinu sem gekk yfir landið í vikunni.
Nokkrir vaskir félagsmenn sem mættu niður á bryggju í dag og hjálpuðu til við flutninginn, en starfsmenn hafnarinnar tóku litlu bryggjuna á land í dag.

IMG_20151210_125346

Lesa meira

Myndir frá Gufunesi

Svo virðist sem allar skútur í Gufunesi hafið sloppið við skemmdir. Margrét var sú eina sem hefur aðeins losnað og var hún því fest betur. Við hvetjum alla eigendur báta í Gufunesi að fara í reglulegar eftirlitsferðir um svæðið.

IMG_20151208_121627

Lesa meira

Mjög slæmt veður

Eins og sjálfsagt flestir vita þá er spáð mjög slæmu veðri næsta sólarhringinn. Við viljum benda eigendum báta að huga sérstaklega vel að festingum og tryggja það að bátarnir séu vel bundnir niður.
Það er ekki nægir að binda bátinn einungis við kerru/undirstöðu. Á meðfylgjandi mynd sérst hvernig Belgingur gerir ráð fyrir að vinurinn verði um kl. 22:00 í kvöld (7.des)

7.des kl. 22