Hugur kominn heim

Seglskútan Hugur, fyrsta skemmtiskútan sem hefur siglt umhverfis hnöttinn á íslenskum fána, kom til Reykjavíkur í gær (21.07.2016) kl. 17:00. Skútunni sigldu hjónin Kristófer Oliversson og Svanfríður Jónsdóttir sem fóru í hnattsiglinguna í tilefni af sextugsafmæli sínu og 40 ára brúðkaupsafmæli. Hnattsiglingin var keppni á vegum World Cruising Club og tók 18 mánuði. Síðast tóku þau þátt í ARC USA og hafa svo siglt með þremur öðrum skútum frá Halifax til Grænlands og nú Íslands.
Fjölmenni var í móttöku þeim til heiðurs á Ingólfsgarði í gær og gestum m.a. boðið upp á léttar veitingar ásamt ræðuhöldum. “Ég er komin heim” í flutningi Óðinns Valdimarssonar var spilað í hljóðkerfi þegar skúturnar sigldu inn í höfnina.

Nokkuð hefur verið fjallað um ferðir þeirra og er hægt að finna frekari upplýsingar á eftirfarandi vefslóðum:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/03/27/aevintyrasigling_umhverfis_jordina 
https://www.worldcruising.com/world_arc/Boat.aspx?B=13654
http://brokey.is/?p=4386
http://brokey.is/wp-content/uploads/2015/03/Yacht-Artikel-ARC-2015.pdf
http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/frettir/20160721

20160721_170043

Lesa meira

ÍSLANDSMÓT KJÖLBÁTA 2016 – NOR

Dagana 10. til 14. ágúst n.k. heldur Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey, Íslandsmót kjölbáta

NOR Tilkynning um keppni Íslandsmót kjölbáta 2016

2014-08-05 18.17.20

Hönnunarsamkeppni – niðurstaða

Ákveðið var af stjórn félagsins á stjórnarfundi um helgina að fara í samstarf við TEIKNISTOFU ARKITEKTA GYLFA GUÐJÓNSSONAR OG FÉLAGA ehf
Nú er komið að “Stigi 2” í ferlinu og hefjast nú viðræður við þann aðila sem var með bestu hugmyndina. Gera má ráð fyrir einhverjum breytingum því nokkrar athugasemdir komu fram á skemmtilegum félagsfundi þar sem þetta mál var á dagskrá. Í lok þessara vinnu eiga að liggja fyrir teikningar að innan- og utanhúss, ásamt áætluðum byggingakostnaði til að félagið geti hafið vinnu við fjármögnun á verkefninu. Þegar hönnun og fjármögnun liggur fyrir verður félagsfundur sem ákveður framhaldið á verkefninu.

Sjá nánar teikningar hér

Nýtt húsnæði 1 Lesa meira

Faxaflóamót 2016 – úrslit

Að venju var Faxaflóamótið skemmtilegt en í ár var það kannski vindinn sem vantaði og þá sérstaklega á laugardeginum.
Föstudagurinn var eini dagurinn þar sem boðið var upp á góðan vind og bátarnir flugu nánast upp á Akranes. Sigurfari aðstoðaði Brokey við mótið og Faxaflóahafnir lánuðu húsnæði og bryggjuaðstöðu. Við þökkum við þeim kærlega fyrir.
Úrslitin eru eftirfarandi:

  1. Sigurborg (Ýmir) Stig: 5
  2. Ísmolinn (Þytur) Stig: 6
  3. Sigurvon (Brokey) Stig: 7
  4. Aquarius (Brokey) Stig: 8
  5. Dögun (Brokey) Stig: 11
  6. Lilja (Brokey) Stig: 19

20160626_095555

Lesa meira

Faxaflóamót 2016

DSC_0884

Loksins loksins! Mótið sem allir hafa beðið eftir.

Faxaflóamótið 2016 verður 24.-26. júní. Að vanda verður fjörug keppni, grill og gaman.

Faxaflóahafnir – 2016

Miðsumarmót – úrslit

Tíu keppendur á átta bátum tóku þátt í Miðsumarmótinu í Skerjafirðinum í gær. Veðrið var prýðilegt: sæmilegasti vindur og hlýtt. Keppt var í Optimist-flokki og opnum flokki.

Úrslitin urðu þessi:
Opinn flokkur
1.sæti: Björn Heiðar Rúnarsson (Nökkvi)
2.sæti: Hulda Lilja Hannesdóttir (Brokey)
3.sæti: Berglind Rún Traustadóttir (Þytur) 
Optimist flokkur
1.sæti: Bergþór Bjarkason (Þytur)

image

image

image

image