Færslusafn

Íslandsmót kæna 2015 – NOR

Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey mun halda Íslandsmót kæna í ár.
Mótið mun fara fram dagana 7. til 9. ágúst og keppnissvæðið verður fyrir utan Ingólfsgarð eins og sjá má á meðfylgjandi teikningu.

Sjá nánar hér: Íslandsmót kæna 2015 Tilkynning um keppni

Öryggissvæði_01_Brokey Lesa meira

Skólaskip Brokeyjar laskað

Því miður er óljóst með frekari námskeið á Sigurvon í sumar. Við urðum fyrir því óhappi að stýrið brotnaði af Sigurvon og er því félagið án skútu sem hentar til kennslu. Það er verið að vinna í því að smíða nýtt stýri, en ekki liggur enn fyrir hvenær það verður tilbúið. Ef til vill tekst okkur að fá annan bát til kennslunnar og er verið að skoða þau mál.

Við verðum því að fresta fyrirhuguðum námskeiðum sumarsins þar til bátamálin leysast.

Um leið og við höfum einhverjar fréttir af málinu verða þær settar á Brokeyjarvefinn og einnig á facebook-síðu félagsins.

Æfingabúðir á Akranesi 5-11. júlí 2015

Æfingadagskrá byrjar að morgni mánudagsins 6. júlí og æft verður alla daga fram á fimmtudag en á föstudag og laugardag verður æfingabúðamót. Mælst er til að þátttakendur komi til Akraness sunnudaginn 5. júlí og geri báta sína sjóklára þann dag. Nánari dagskrá er að finna hér á eftir. Áríðandi er að fólk skrái sig fyrir þriðjudagin 30. júní og gott væri að vita hvort börn verða ein eða með foreldrum og hvort þau gista í sameiginlegri aðstöðu eða ekki.
Pökkun báta í Nauthólsvík sunnudaginn 4. júlí kl. 11:00
Brokeyingar þurfa að skrá sig með að senda póst á skraning(hjá)brokey.is
Sjá nánarhér: Æfingabúðir_Akranesi_2015
Nánari upplýsingar gefur Áki Guðni Karlsson,  akigka(hjá)gmail.com, sími: 821 3853

img_4817-2

Lesa meira

Faxaflóamót kjölbáta 2015

Faxaflóamótið fór fram 19-21. júní. Í upphafi tóku 7 bátar þátt í keppninni upp á skaga en á leiðinni missti Sigurvon stýrið og varð að draga sig úr keppni. Á leiðinni upp á Akranes sigldu bátar hraðara en áður hefur gerst þrátt fyrir að þurfa fara út fyrir bauju nr. 11 fyrir utan Akranes. Tvær umferðir voru svo sigldar á laugardeginum og venju samkvæmt var sigldur einn leggur til Reykjavíkur á sunnudeginum. Í alla staði heppnaðist allt vel og virkilega skemmtileg keppni.  Keppnisstjóri var Aðalsteinn Jens Loftsson og honum til aðstoðar var Eyþór Pétur Aðalsteinsson og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir góða keppnisstjórn. Stjórn Brokeyjar vill einnig þakka starfsmönnum Faxaflóahafnar fyrir frábærar móttökur á Akranesi.

Sprettur / Reykjavík-Akranes  (Leiðréttur tími)
1   Skegla 01:27:45
2  Sigurborg 01:36:18
3  Aquarius 01:36:59

IMG_20150620_154058

Lesa meira

Þjóðhátíðarmót 17. júní 2015 – Úrslit og myndir

Vel heppnað og skemmtilegt siglingamót var haldið venju samkvæmt á Þjóðhátíðardegi Íslendinga. Þórgnýr Thoroddsen frá ÍTR afhenti verðlaun.
Keppt var í tveimur flokkum:
Opinn flokkur:
1. Flóin

IRC
1. Aquarius
2. Lilja
3. Sigurborg
4. Ögrun

Happdrætti
Steinþór með vindmæli og Valgeir með veifu.

20150617_161136

Lesa meira

NOR – Faxaflóamót kjölbáta 2015

Faxaflóamótið fer að venju fram í júní. Föstudaginn 19. júní gerum við ráð fyrir að þeir sem ætla að taka þátt í keppninni sigli til Akraness. Við viljum hvetja alla aðra til að sigla upp á Akranes á laugardeginum og taka þátt í grilli og skemmtun um kvöldið, gista í bátunum og sigla saman til Reykjavíkur á sunnudeginum.
Sjá NOR hér
Sjá dagská hér

 

NOR – Þjóðhátíðarmót 17. júní 2015

17.júní
Að venju heldur Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey þjóðhátíðarmót. Keppt verður í tveimur flokkum kjölbáta, IRC og svo Opinn flokkur samkvæmt NHC forgjöf. Veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hvorum flokk fyrir sig. Eins og áður verður veglegt happdrætti sem allir keppendur geta tekið þátt í og verður dreginn út veglegur Silva-vindmælir.

Lesa meira

Brokey fær afhenta 3 nýja báta

Brokey fékk í gær afhenta þrjá nýja Optimista sem framleiddir eru af fyrirtækinu Winner í Danmörku.
Bátarnir eru keyptir með styrk frá Reykjavíkurborg og kunnum við þeim að sjálfsögðu bestu þakkir fyrir.

IMG_20150610_215845 

Lesa meira

Leiðrétt úrslit – Hátíð hafsins

Þau leiðu mistök urðu við útreikning á úrslitum gærdagsins að ekki var notuð rétt forgjöf þegar tími Lilju var reiknaður. Nú er hins vegar búið að reikna úrslitin aftur og tvítékka útreikningana. Samkvæmt því telst áhöfnin á Lilju sigurvegari keppninnar. Við óskum Arnari skipstjóra og áhöfn hans til hamingju. Um leið biðjum við þau og alla hlutaðeigandi velvirðingar á þessum mistökum.

leiðrétt úrslit

leiðrétt úrslit

Eins og sjá má munaði ekki nema einhverjum sekúndum á efstu bátum og ljóst að við getum reiknað með því að siglingasumarið verður spennandi.

Hátíð hafsins 2015 – úrslit

Það er óhætt að segja að þetta hafi verið góður dagur til að sigla og það voru alls sex bátar sem kepptu í dag. Jón Pétur, keppnisstjóri bauð upp á start í höfninni með aðstoð landhelgisgæslunnar (sem við kunnum bestu þakkir fyrir), síðan var sigldur einn þríhyrningur, pulsa og svo einn þríhyrningur í lokin. Það var ást í loftinu eins og fyrri daginn hjá áhöfninni á Dögun sem sigraði glæsilega með tveggja sekúndna mun. (hvar var Tóti???)

IMG_20150606_155856

Úrslit / leiðréttur tími:
1. Dögun, 48:28
2. Sigurborg, 48:48
3. Lilja, 49:21
4-5. Aquarius og Sigurvon, 50:40
6. Ögrun, 53:52
Lesa meira