Opnunarmót kjölbáta 2016 – Úrslit

Það var áhöfnin á Dögun sem sigraði glæsilega á Opnunarmóti Kjölbáta sem fór fram við frábærar aðstæður síðasta laugardag.
Hér eru úrslit með leiðréttum tíma.

  1. Dögun (Brokey) 2:11:58
  2. Sigurborg (Ýmir) 2:15:50
  3. Skegla (Þytur) 2:17:21
  4. Lilja (Brokey) 2:18:59
  5. Ögrun (Brokey) 2:23:01
  6. Ásdís (Þytur) 2:30:23

20160521_104041

Lesa meira

Opnunarmót kjölbáta 2016

Á morgun 21. maí verður ræst Opnunarmót – Kjölbáta. Siglt er frá Reykjavíkurhöfn og inn í Hafnarfjarðarhöfn.
Skipstjórafundur kl 10:00
Fyrsta viðvörunarmerki kl 10:55
Start kl 11:00
Tilkynning um keppni: Sjá hér 
Siglingafyrirmæli: Sjá hér

Hátíð hafsins 2016

Dagana 4. og 5. júní mun hafnarsvæðið iða af mannlífi og uppákomum eins og fyrri ár.HH_logo_transparent
Hátíðarsvæðið nær frá Hörpu, gegnum Gömlu höfnina í Suðurbuktinni, gegnum Grandagarð og að HB Granda. Sjá nánar um dagskrá hér
Venju samkvæmt mun Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey halda siglingakeppni. Startað verður inni í höfninni þann 4. júní, við Faxagarð
undir drynjandi skothríð úr fallbyssum Landhelgisgæslunnar. Í félagsheimili Brokeyjar verður gestum og gangandi boðið upp á kaffi og vöfflur á meðan keppnin fer fram.

Á keppnisdegi 4. júní 2016:
Afhending kappsiglingafyrirmæla frá kl. 12:30 – 13:00.
Skipstjórnarfundur í félagsheimili Brokeyjar á Ingólfsgarði kl. 13:00.
Viðvörunarmerki kl. 13:55.

NOR hér

 

Reykjavíkurmeistaramót – Kjölbáta 2016

Hér eru keppnisfyrirmælin fyrir Reykjavíkurmeistaramót – Kjölbáta sem hefst í dag 10. maí.
Það er okkar vona að sem flestir bátar eigi eftir að taka þátt í sumar til að gera þetta enn skemmtilegra.

Kai Logemann setti út þrjár baujur og á meðfylgjandi myndum er hægt að sjá nákvæma staðsetningu.

Baujur 2016_2 Lesa meira

Við leitum að húsnæði

Þessa dagana er unnið að ráðningu þjálfara frá USA fyrir kænudeildina. Við  leitum að lítilli íbúð eða herbergi fyrir hann frá júní og fram í miðjan ágúst. Besta staðsetningin er í hjólafæri við miðbæinn. Endilega hafið samband við Marcel, deildastjóra kænudeildar, með því að senda tölvupóst eða í síma: 690 5172

image-14521

Reykjavíkurmeistaramót – Kjölbátar

Þann 10. maí   hefst Reykjavíkurmeistaramót – Kjölbátar. Það er áhöfn Sigurborgar sem mun sjá um keppnisstjórn en þeir sigruðu mótið árið 2015.