Við leitum að húsnæði

Þessa dagana er unnið að ráðningu þjálfara frá USA fyrir kænudeildina. Við  leitum að lítilli íbúð eða herbergi fyrir hann frá júní og fram í miðjan ágúst. Besta staðsetningin er í hjólafæri við miðbæinn. Endilega hafið samband við Marcel, deildastjóra kænudeildar, með því að senda tölvupóst eða í síma: 690 5172

image-14521

Reykjavíkurmeistaramót – Kjölbátar

Þann 10. maí   hefst Reykjavíkurmeistaramót – Kjölbátar. Það er áhöfn Sigurborgar sem mun sjá um keppnisstjórn en þeir sigruðu mótið árið 2015.

Veltuæfingar í Laugardalslaug

Það var vel sótt hjá okkur námskeið sem haldið var í Laugardalslaug s.l. sunnudag á milli 13-16. Börnum sem mættu var boðið upp á að vera á Optimist og velta honum undir handleiðslu stráka úr kænudeildinni. Það mættu alls 35-40 krakkar og gleðin var gríðaleg með þetta framtak.
Sunnudaginn 8. maí á milli kl. 9-12 ætlum við að endurtaka leikinn og langar okkur að hvetja sem flesta að koma og taka þátt.
Hægt er að sjá nánar um Siglingaskólann í Nauthólsvík hér

20160501_134906

Lesa meira

Við leitum að starfsmönnum

Þjálfari
Við leitum að þjálfara fyrir kænudeild félagsins í Nauthólsvík.
Unnið er mán til fim frá kl. 15:00 – 20:00 eða eftir nánari samkomulagi.
Sjá dagskrá og skipulag hér
Leitað er að þjónustulunduðum aðila með mikla þekkingu á siglingu og þjálfun.
Starfið felast að þjálfa A æfingarhóps félagsins í Nauthólsvík ásamt því að fylgja keppendum á mót.
Launakjör eru samkomulagsatriði

Bryggjustjóri
Við leitum að starfsmanni til að sjá um daglegan rekstur kjölbátadeildarinnar á Ingólfsgarði
Vinnutími er nokkuð fjáls, en áætluð viðvera er 3-4 tímar á dag eða eftir nánari samkomulagi.
Dagleg vinna er m.a. að taka á móti erlendum skútum, halda húsnæði og aðstöðu félagsins snyrtilegri og taka á móti skráningum fyrir kænudeild.
Einnig er möguleiki að taka að sér kennslu á Sigurvon en við það getur starfið orðið viðbót við starfið.
Launakjör eru samkomulagsatriði

Keppnisstjóri – sjálfboðaliði
Brokey heldur nokkrar siglingakeppnir bæði í kænu og kjölbátadeildum félagsins. Við leitum að félagsmanni sem getur tekið þetta skemmtilega starf að sér í sumar.

Til að starfa hjá félaginu þurfa starfsmenn og sjálfboðaliðar að vera með hreint sakavottorð.
Vinsamlega sendið umsóknir á brokey@brokey.is eigi síðar en 6. maí 2016
Nánari upplýsingar gefur Ólafur Már, formadur@brokey.is eða í síma 854 2980

 

Kranadagurinn gekk vel

Kranadagurinn gekk mjög vel á laugardaginn í ágætis veðri. Arnar Freyr stjórnaði aðgerðum á landi og síðustu bátarnir fóru á flot um kl. 18. Það var tímataka á öllum hífingum og í ár var það áhöfnin á Norninni sem sigraði glæsilega á sléttum 5 mínútum og þeir fengu „gull“ að launum.
Ögrun lenti í smá vandræðum með vélina og því þurfti að draga þá af stað en þeir sigldu svo inn í höfnina á segli.
Þegar bátar komu í land var boðið upp á grillaðar pylsur og aðrar léttar veitingar og stóð gleðin fram yfir miðnætti.
20160423_183636_001

Messenger til sölu

c5b3b564-b8fb-4af2-bce5-ec2c90bd0b2c
12m skútan Messenger frá German Frers er til sölu. Hún er í Frakklandi en flutningur til Íslands er innifalinn í verðinu sem er 6,5 milljónir. Skútan er smíðuð 1982 en var tekin í gegn árið 2014.
Lesa meira