Um Heimsins höf á Hug

Kristófer og Svanfríður segja okkur frá siglingu sinni um­hverf­is jörðina á seglskút­unni Hug frá Reykja­vík, en ferðalag þeirra var hluti af  „World Arc – Around the World rally“ keppn­inni. Hér má sjá umfjöllun morgunblaðsins um ferðina þeirra http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/03/27/aevintyrasigling_umhverfis_jordina/
Allir áhugasamir velkomnir.
Aðgangseyrir er 1.500 krónur,- sem rennur óskiptur til Kjölbátasambands Íslands.
Kaffi innifalið, aðrar veitingar er hægt að kaupa á staðnum.
Staðsetning: Hótel Plaza, Aðalstræti 4.
Fyrirlesturinn hefst 7.nóvember klukkan 20 (húsið opnar kl: 19:30.)

Við hvetjum alla siglara og áhugamenn um siglingar til að fjölmenna.

hugur kristofer-og-svanfridur

Kranadagur 15. okt

Það er góð veðurspá fyrir næstu helgi. Því verður híft í Gufunesi næsta laugardag 15. okt.
Verð fyrir hífingu og vatn (tankbíl) er 27.000 kr á bát (koma með pening).

Tímasetningar:

kl: 14:30 Mæting á Ingólfsgarð

kl: 15:00 Bátar tilbúnir í Gufunesi: Stína, Sigurvon, Margrét, Borgin, Röst, Flóin, Dúfa, Dögun
kl: 16:00 Bátar tilbúnir í Gufunesi: Stjarnan, Nornin, Ögrun, Elín Anna 

Til að hífingin gangi sem best fyrir sig þurfa allir að hjálpast að (engin fer heim fyrr en síðasti bátur er komin á land). Þegar kemur að hífingu þarf áhöfn og aðstoðarmenn að vera með á hreinu hvar trossurnar eiga að vera staðsettar, búið að losa bakstag og rekkverk ef þess þarf og binda löng skaut í stefni og skut. Gúmmíbáturinn okkar verður á staðnum til aðstoðar og til að ferja mannskap.
Best er að hafa einn mann á hverjum stroffuenda meðan þeim er komið fyrir. Passa þarf upp á að kranakrókurinn sé fyrir miðjum bát þegar híft er, svo bátur halli ekki í vöggu.
Verum með opið fyrir rás 6 á VHF. Tankbíll kemur svo með vatn eins og vanalega.

Kranadagur11.10.09 038

Reykjavíkurmeistari – Kjölbáta 2016 – Úrslit

Laugardaginn 8. október fór fram Lokabrok siglingamanna hjá Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey. Áhöfnin á Aquarius sá um veisluna og gerði það með miklum sóma. Þemi kvöldsins var í anda hinnar suðurþýsku októberhátíðar,  grillaðar voru pylsur (Frankfurter og Brattwurst) frá Pylsumeistaranum  og boðið upp á góðgæti sem á ættir sínar að rekja til Þýskalands.

Eftir harða keppni á þriðjudögum í sumar þá eru úrslitin eftirfarandi:

  1. Lilja (Brokey)
  2. Sigurborg (Ýmir)
  3. Besta (Brokey)

20161008_223724 20160712_181743

Lokabrok

Haldin verður hífingaræfing laugardaginn 8/10, því þá er komið að hinu árlega lokabroki. Að vanda verður nýir Reykjavíkurmeistarar krýndir og verðlaun veitt fyrir tilþrifamesta strandið. Kranadegi hefur verið frestað til 15/10 vegna veðurs.

image

Kvöldskemmtunin verður í anda hinnar suðurþýsku októberhátíðar og eru gestir hvattir til að mæta í viðeigandi klæðnaði.

Haustlægðir

Eins og Sigurður Jónsson veðurfréttamaður og félagi í Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey benti réttilega á í veðurfréttatíma RÚV þá eru haustlægðirnar að ganga yfir landið og viljum við hvetja eigendur og umsjónarmenn báta til að huga sérstaklega vel að landfestum.

20160921_193448

Bart’s Bash 2016

barts2014

Í samstarfi við SÍL og Andrew Simpson Sailing Foundation ætlar Brokey að halda Bart’s Bash-keppni á Íslandi þann 17. september næstkomandi. Lesa meira