Á brattann að sækja í Limassol

/ júní 3, 2009

Miðjarðarhafsþjóðirnar Kýpur, Mónakó og Malta sýndu yfirburði sína á heimavelli og röðuðu sér í efstu sætin í siglingakeppnum dagsins á Kýpur þegar fyrsta umferð mótsins var sigld. Íslensku Lasersiglararnir Arnar Freyr Birkisson, Björn Heiðar Rúnarsson og Gauti Elfar Arnarson lentu í 13., 14. og 16. sæti af átján keppendum. Arnar Freyr náði hæst 12. sæti í fyrstu keppninni. Í Optimistaflokknum lentu Sigurður Sean Sigurðsson, Gunnar Úlfarsson og Oddur Viðar Malmquist í 14., 16. og 17. sæti af sautján keppendum en Sigurður náði líka hæst í 12. sæti í síðustu keppni dagsins. Það er því enn opin spurning hvort íslensku keppendurnir nái að toppa árangur Hafsteins Ægis Geirssonar á Möltu 2003 í þetta skipti og verður spennandi að fylgjast með gengi okkar manna næstu daga. Það er ljóst að það er á brattann að sækja.

Næstu daga spá veðurvefirnir sól, þrjátíu stiga hita og 8-9 m/s í Limassol.

Myndir frá keppnum dagsins er að finna á þessari slóð.

Share this Post