Á fljúgandi siglingu

/ desember 8, 2008

Menn eru að baslast við að ná 50 hnúta meðalhraða. Þessi er ansi nálægt því á þessu sem kannski má kalla bát. Hann náði vel yfir 50 hnúta en ekki nógu lengi til að fá metið skráð, hann þarf að halda hraðanum a.m.k. 500 metra. Meðalhraði hans var 47,4.
Önnur umferðin sem hann fer á þessu myndskeiði er flott, þá nær hann fljúgandi siglingu… thíhíhí.

Þess má geta að 50 hnútar eru um 93 km/klst.


Share this Post