Aðalfundur 23. janúar

/ janúar 8, 2018

Aðalfundur Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar, verður 23. janúar 2018, kl. 20:00 í aðstöðu félagsins á Ingólfsgarði. Við hvetjum félaga til að fjölmenna. Á dagskrá verða skýrsla formanns, ársreikningur félagsins fyrir árið 2017, kjör formanns og stjórnar og önnur aðalfundarstörf.

Við bendum þeim sem hafa áhuga á að bjóða fram krafta sína í stjórn á næsta ári að hafa samband við formanninn, Arnar Frey Jónsson (arnar_j@hotmail.com).

Dagskrá:
1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
3. Skýrslur nefnda lagðar fram.
4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og útskýrðir.
5. Umræða um skýrslu stjórnar, nefnda og reikninga.
6. Reikningar bornir upp til samþykktar.
7. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og bornar undir atkvæði.
8. Kosning formanns
9. Kosning fjögurra meðstjórnenda og tveggja varamanna sem skipta með sér verkum í samræmi við 10. grein.
10. Kosning tveggja skoðunarmanna.
11. Ákvörðun félagsgjalda.
12. Önnur mál.
13. Fundarslit.

Share this Post