AÐALFUNDUR 26. JANÚAR 2021
Aðalfundur Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar verður haldinn rafrænn þetta árið, trúlega á Zoom eða Microsoft Teams, þriðjudaginn 26. janúar klukkan 20:00.
Óskað er eftir að félagsmenn sem vilja taka þátt á fundinum sendi tölvupóst á brokey@brokey.is og óski eftir að þátttöku. Slóð verður send til viðkomandi sé hann sannarlega félagsmaður.
3. grein
Atkvæðisrétt á fundum félagsins, kjörgengi hafa allir skráðir félagar sem greitt hafa tilskilin gjöld.
Atkvæðagreiðsla verður með sama fyrirkomulagi. Fundarstjóri leggur til nöfn eða málefni og þátttakendur senda í tölvupósti með sinni kosningu.
Við biðjum félagsmenn að fjölmenna og taka þátt í starfi félagsins.
Dagskráin er eftirfarandi:
- Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar lögð fram.
- Skýrslur nefnda lagðar fram.
- Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og útskýrðir.
- Umræða um skýrslu stjórnar, nefnda og reikninga.
- Reikningar bornir upp til samþykktar.
- Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og bornar undir atkvæði.
- Kosning formanns
- Kosning árlega um tveggja meðstjórnenda sem eru með tveggja ára kjörtímabil og tveggja varamanna sem skipta með sér verkum.
- Kosning tveggja skoðunarmanna.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Önnur mál.
- Fundarslit.
Við bendum öllum þeim sem vilja bjóða sig fram til stjórnar eða formanns að hægt er að tilkynna framboð með því að senda tölvupóst á brokey@brokey.is. Það er samt ekki skilyrði fyrir framboði að tilkynna það fyrirfram og vel hægt að bjóða sig fram á fundinum sjálfum. Eins er hægt að gera athugasemd við þetta fundarboð á Fésbókarsíðu félagsins og láta vita af framboði.
Við hvetjum félagsmenn til að taka virkan þátt í starfi félagsins.
Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist til stjórnar eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Þær öðlast gildi ef þær eru samþykktar með 2/3 greiddra atkvæða. Auðir og ógildir seðlar teljast ekki með.
Stjórnin