Aðalfundur

/ janúar 2, 2017

Aðalfundur Siglingafélags Reykjavíkur – Brokeyjar, verður haldinn laugardaginn 28. janúar 2017, klukkan 10:30 á Ingólfsgarði.

Dagskrá aðalfundar:

 1. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
 3. Skýrslur nefnda lagðar fram.
 4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og útskýrðir.
 5. Umræða um skýrslu stjórnar, nefnda og reikninga.
 6. Reikningar bornir upp til samþykktar.
 7. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum og bornar undir atkvæði.
 8. Kosning formanns
 9. Kosning fjögurra meðstjórnenda og tveggja varamanna sem skipta með sér verkum í samræmi við 10. grein.
 10. Kosning tveggja skoðunarmanna.
 11. Ákvörðun félagsgjalda.
 12. Önnur mál.
 13. Fundarslit.

Hægt er að nálgast lög félagsins hér

Stjórn félagsins langar að hvetja einstaklinga sem hafa áhuga á að taka þátt í stjórnarstörfum að hafa samband með því að skrá nafn sitt hér í athugasemdir eða senda póst á brokey@brokey.is

Fjölmennum,
Stjórnin

Share this Post