Æfing

/ desember 31, 2007

Nú á miðnætti er rétti tíminn og reyndar eina tækifærið til að æfa sig að skjóta upp neyðarsól og kveikja á neyðarblysum.
{mosimage}
Notum tækifærið og kveikjum á þeim sem kominn er tími til að skipta um í bátnum eða bara notum tækifærið og æfum okkur.

Gleðilegt ár.


Það er ekkert auðvelt að skjóta neyðarsól upp úr þessum hólki sem hún er í. Þetta er lítil eldflaug sem skýst upp úr hólknum af miklu afli. Það veit ég að þetta verður maður að hafa prófað áður en maður þarf á því að halda. Það er ekkert mál að klúðra því að skjóta sólinni upp.

Algengustu mistökin eru að snúa hólknum öfugt og skjóta eldflauginni niður í fæturna á sér, sem sagt snúðu hólknum rétt.

Skoðaðu leiðbeiningarnar vel og vandlega löngu áður en þú ætlar að skjóta sólinni upp.

Þetta er mjög örugg framleiðsla og engar líkur á að flugeldurinn sjálfur bili.

Vísaðu hólnum örlítið upp í vindinn, ekki mikið, og ekki beint upp. Þá fer hann aðeins hærra.

Losaðu um öryggið, gikkurinn losnar við það.

Haltu þéttingsfast um hólkinn með báðum höndum, notaðu skinnvettlinga og öryggisgleraugu ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis.

Haltu fast og þrýstu á gikkinn

Púffff, fjúúúúúúú, eldflaugin þeytist til himins og sólin opnast.

Allir sem hafa prófað að skjóta upp neyðarsól eru afskaplega fegnir að hafa prófað það því þeir eru vissir um að þeim hefði mistekist það við erfiðar aðstæður ef þeir hefðu aldrei æft sig áður.

Ehemm, reyndu að skjóta sólinni þannig að eldflaugin falli á óbyggt svæði, til dæmis vatn eða sjó. Við viljum ekki að neinn slasist á æfingunni.

Til að kveikja á neyðarblysi þá les maður bara leiðbeiningarnar og lætur vaða.

Share this Post