Æfingabúðir á Akranesi 5-11. júlí 2015

/ júní 26, 2015

Æfingadagskrá byrjar að morgni mánudagsins 6. júlí og æft verður alla daga fram á fimmtudag en á föstudag og laugardag verður æfingabúðamót. Mælst er til að þátttakendur komi til Akraness sunnudaginn 5. júlí og geri báta sína sjóklára þann dag. Nánari dagskrá er að finna hér á eftir. Áríðandi er að fólk skrái sig fyrir þriðjudagin 30. júní og gott væri að vita hvort börn verða ein eða með foreldrum og hvort þau gista í sameiginlegri aðstöðu eða ekki.
Pökkun báta í Nauthólsvík sunnudaginn 4. júlí kl. 11:00
Brokeyingar þurfa að skrá sig með að senda póst á skraning(hjá)brokey.is
Sjá nánarhér: Æfingabúðir_Akranesi_2015
Nánari upplýsingar gefur Áki Guðni Karlsson,  akigka(hjá)gmail.com, sími: 821 3853

img_4817-2

Aðstaðan:
Siglingaaðstaðan á Akranesi er sandfjaran við Langasand. Sjósetning verður við Lindina eða í Akranes höfn eftir veðri. Gistiaðstaða fyrir þátttakendur og aðstandendur þeirra verður í sal í frístundamiðstöðinni Þorpið við Þjóðbraut 13 sem er í miðbæ Akranes. Þar verður aðstaða til morgunverðar og funda.  Eldhús aðstaða er í húsinu til að laga sér kvöldmat.
Þeir sem eru í gistingu verða að koma með dýnur og annan viðlegubúnað sjálfir.

Þjálfarar
Yfirþjálfari verður Tom Wilson en auk hans koma þjálfarar frá siglingafélögunum á landinu og sameina þeir krafta sína í að gera þessa viku einstaklega skemmtilega og eftirminnilega.

Afþreying
Fjölmargt er í boði á Akranesi og nágreni fyrir foreldra og aðstandendur. Fjölmargir veitingastaðir eru í bænum auk safna og útivistarmöguleika. Við hvetjum alla til að taka reiðhjólin með. Allar nánari upplýsingar um bæinn og afþreyingu þar má finna á http://www.west.is/is/west/town/akranes 

Annað
Við viljum að sjálfsögðu hvetja kjölbáta að taka siglingu upp á Akranes og gista í nokkra daga.

Share this Post