Æfingabúðir í Nauthólsvík 2019

/ júní 13, 2019

Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey mun halda æfingabúðir fyrir kænur dagana 29. júní til 6. júlí 2019.
Dagskráin byrjar laugardaginn 29. júní á frjálsri siglingu eftir hádegið (öryggisbátur verður á sjó), formleg dagskrá hefst síðan á sunnudeginum og æft verður alla daga fram á fimmtudag en á föstudag og laugardag verður æfingabúðamót.

Dagskrá:
Laugardagurinn 29. júní er komudagur og hægt verður að sigla eftir hádegið (frjáls dagur).
Setning búðanna verður í sal Brokeyjar kl. 18:00 um kvöldið og þá verður farið yfir uppbyggingu vikunnar.
Annars verða dagarnir skipulagðir í meginatriðum á eftirfarandi hátt:
08:00 – 09:00 Hjólatúr / útihlaup (frjálst)
09:00 – 09:30 Morgunmatur (salur)
09:30 – 10:30 Fundur um viðfangsefni dagsins (salur)
10:30 – 11:00 Bátar gerðir sjóklárir
11:00 – 13:00 Æfingar á sjó
13:00 – 14:00 Hádegismatur með léttum fundi á eftir
14:00 – 15:30 Æfingar á sjó
15:30 – 16:00 Millimál / Kaffi

Sjá nánari dagskrá hér

Föstudagur 5. júlí og laugardagur 6. júlí verður æfingabúðamót.
09:00 – 09:30 Morgunmatur
09:30 – 10:00 Skipstjórafundur
11:00 – Fyrsta viðvörunarflaut *
Hádegismatur verður úti á sjó
Millimál / kaffi þegar komið er í land

*Sjá nánar NOR fyrir mótið hér

 

Share this Post