ÁFRAM ÍSLAND!!!

/ október 7, 2006

Ein stærsta siglingakeppni heims hefst sunnudaginn 8. október. Keppnin nefnist Barcolana og er haldin fyrir utan Trieste, lítinn bæ á Ítalíu, rétt við landamæri Slóveníu. 1.788 bátar eru skráðir til keppni!!! Eins gott að keppnisstjórnin eigi hjartastyrkjandi. Meðal keppenda eru Russel Coutts, Birgir Ari Hilmarsson, formaður SÍL og Jón Ketilsson, eigandi Össu. Birgir Ari er einmitt í áhöfn Össu. Þeir verða fulltrúar Ýmis og líklega einu Íslendingarnir í keppninni. ÁFRAM ÍSLAND!!! Annars er aldrei að vita, því Íslendingar eru víða. Ef við gefum okkur að meðalfjöldi í hverri áhöfn sé átta, þá eru þetta um 14.300 keppendur, næstum allir íbúar Akureyrar.
En það eru fleiri Össur þarna því Assa Abloy sást æfa sig á Adríahafinu.
Vonandi heyrum við meira frá ævintýri landa okkar.
Heimasíða keppninnar


{mosimage}

Slatti af bátum {mosimage}

Russel Coutts verður sjálfsagt á nýja fína bátnum sínum RC44. Eins og einn benti á, þá mynda stýrin tvö „4 4“, þegar þau snúa rétt.

Share this Post