Allir á hausnum…

/ janúar 7, 2009

Það má segja á ástandið í Vendee Globe endurspegli efnahagsástandið í heiminum og þau skuldsettu fyrirtæki sem mæta örlögum sínum. Kennitöluflakk þekkist reyndar ekki í Siglingakeppnum.

Um eða yfir helmingur keppenda í Vendee Globe hefur þurft að hætta keppni. Í gær lenti Jean Le Cam í því óláni að „tundurskeytið” neðan á kilinum datt af og bátnum hvolfdi umsvifalaust. Le Cam náði þó að koma sér óslösuðum á kjöl. Björgunasveitir voru kallaðar út en það var vinur Le Cam og keppinautur, Vincent Riou sem kom fyrstur á staðinn og náði honum um borð.

Share this Post