Þrrrrrrriðjudagur númer tvö

/ júní 7, 2011

Önnur þriðjudagskeppni sumarsins fór fram í svölum norðan garra. Fjöldi báta var jafn hitastiginu, aðeins þrír bátar tóku þátt. Ástandið í greininni er sorglegt. Margir bátar hafa orðið fyrir skemmdum, hafnaraðstaða Brokeyjar engin og veðrið hráslagalegt … og e.t.v. fleira.

Áhafnirnar á Sigurvon, Dögun og Ögrun létu ekkert á sig fá og tóku léttan snúning um Sundin í breytilegum vindi í braut sem áhöfnin á Aquarius bauð uppá. Æsa sigldi líka þó hún tæki ekki þátt í keppninni. Vonandi fjölgar bátum með hækkandi hitastigi og fari í tveggja stafa tölu. Þetta er bara aðeins of gaman.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>