Alltaf

/ september 17, 2008

{mosimage}Til bátseigenda
Þegar unnið var við að steypa ráðstefnuhúsið í gær sullaðist torkennilegt efni, steypa og olíukennt efni, yfir flesta bátana við bryggjuna okkar. Í gærkvöld sendi IAV vinnuflokk og tankbíl sem hreinsuðu mest af.
Á morgun, fimmtudaginn 18. september, mun fyrirtækið Allt-Af ehf. koma á vegum tryggingafélags byggingaverktakans og þrífa bátana við Brokeyjarbryggjuna, bæði með hreinsiefni og heitu vatni.
Þeir sem ekki vilja að átt sé við þeirra bát eða hafa einhverjar athugasemdir vinsamlega látið vita með athugasemd á heimasíðu félagsins.

Frekari upplýsingar verða veittar hér á heimasíðu félagsins.

Share this Post