Americas Cup

/ júlí 11, 2007

{mosimage}32. keppninni um Ameríkubikarinn (Americas Cup) er nýlokið og menn þegar farnir að huga að þeirri 33. Eins og flestir vita, þá varði áhöfnin á Alinghi bikarinn eftir æsispennandi keppni þar sem tveimur sekúndum munaði á milli báta…


Alinghi verður því einnig gestgjafi næstu keppni. Miklar líkur eru á því að næsta keppni verði einnig haldin í Valencia. Endanleg ákvörðun verður tilkynnt fyrir áramót.

Öll umgjörð keppninnar þótti framúrskarandi og Spánverjar lögðu mikið á sig til að keppnin tækist sem best. Einn viðmælandi fréttastofu var á staðnum og sagði þetta hafa verið ævintýri líkast og frábæra og spennandi keppni, svo skemmtilega að auðvelt var að smitast af siglingabakteríunni án þess að stíga á skipsfjöl.

Það þykir mikill akkur að halda svona keppni og margar borgir víðs vegar um heim hafa boðist til að halda keppnina. Þessi viðburður laðar að fjölda fólks, áhorfendur, fréttamenn og keppendur að ógleymdu öllu aðstoðarfólk liðanna.

Næsta keppni mun hugsanlega fara fram árið 2009 en þó ekki seinna en 2011. Til stendur að breyta reglunum um gerð bátanna, stækka þá upp í 90 fet, gera þá hraðskreyðari, skemmtilegri og erfiðari til siglinga, allt til að auka spennu fyrir liðin og áhorfendur.

Share this Post