Áramót Kappsiglingafyrirmæli
Við fundum þessi kappsiglingafyrirmæli fyrir Áramót.
Vitum ekki alveg í hvaða félagi þetta mót fer fram en gaman væri að koma þangað að ári.
Kappsiglingafyrirmæli ÁRAMÓTS
Gert er ráð fyrir að keppendur kunni grundvallaratriði siglinga eins og OEF (oddmjói endinn fram).
Reglur: Þær sömu og vanalega.
Skráning: Opnaðu reikning á barnum fyrir skipsstjórafund.
Tilkynningar til keppenda: Keppnisstjórn er ekki í ástandi til að tilkynna neitt.
Breytingar á kappsiglingafyrirmælum: Eingöngu til að rugla keppendur.
Merki gefin í landi: Skrifuð í snjóinn með hlandi.
Dagskrá: Lok skráningar er þegar barinn tæmist.
Skipsstjórafundur: Um tólf leytið eða þegar keppnisstjórn nennir.
Keppni hefst: Mættu á skipsstjórafundinn og hlustaðu, það verða nokkrir möguleikar í boði.
Keppni lýkur og tímamörk: Aldrei það gleymdist að setja lokatíma í fyrirmælin en við mælum sérstaklega með að drullast í land áður en pizzan verður köld og bjórinn búinn.
Brautir: Við vorum að spá í að nota gardínubrautir.
Ráslína: Á einhverjum þægilegum stað fyrir keppnisstjórn.
Breytingar á braut: Mótsstjórinn verður blekölvaður og samþykkir engar breytingar.
Stytting á braut: Sá sem getur fært baujurnar styttir brautina ef hann vill.
Endamarkalína: Auðvitað sú sama og startlínan.
Kærur og yfirheyrslur: Kærunefnd yfirheyrir viðkomandi til að sjá hverjir muna eitthvað eftir keppninni.
Refsingar: Keppnisstjórn rassskellir þá sem brjóta reglurnar.
Verðlaun: Gætu verið veitt einhverjum. Til dæmis: „Sá sem var nógu vitlaus að fara út að sigla í þessu veðri á þessum árstíma á þessum degi í staðinn fyrir að horfa á boltaleik í imbakassanum“.