Áttuhnútur
{mosimage}
Áttuhnútur er fallegur hnútur og gagnlegur. Hann tilheyrir svokölluðum stopphnútum, þ.e. hann er notaður á enda línu til að koma í veg fyrir að spottinn renni úr blökk eða klemmu, inn í mastur eða bómu. Hann er því gagnlegur á fokkuskaut, spinnakerskaut, upphöl, úthöl, kicker, rifunarspotta þegar þeir eru ekki í notkun og fleira. Hann er auðhnýttur og líka auðleystur sem er mikill kostur en einnig galli, því hann getur raknað upp af sjálfu sér. Þess vegna er gott að hafa auga með honum. Þessi hnútur á heima um borð í hverri skútu.