Enn eitt siglingaárið hefur tekið enda og komið að aðalfundi Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar. Fundurinn verður haldinn á Ingólfsgarði klukkan 20:00 að kvöldi þriðjudagsins 29. janúar. Við biðjum alla félaga að taka kvöldið frá. Dagskráin er eftirfarandi: Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara. Skýrsla stjórnar lögð fram. Skýrslur nefnda lagðar fram. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og útskýrðir. Umræða um skýrslu
Kranadagur verður næsta sunnudag (7. október) og hífingar hefjast því kl. 15:00. Spáin er góð, hægviðri og frostlaust. Við mælum samt eindregið með hlýjum fötum. Lokabrokið verður auglýst síðar, en það verður ekki á kranadag eins og síðustu ár.
Fjórir kænusiglarar úr Brokey eru þessa dagana að koma sér á ráslínu í alþjóðlegum mótum. Í Båstad í Svíþjóð eru þau Hólmfríður Gunnarsdóttir, Ólafur Áki Kjartansson og Ásgeir Kjartansson, auk Ísabellu Sólar Tryggvadóttur úr Nökkva, skráð í keppni í Optimist og Laser Radial í Junior Nordic Championships. Þetta er frumraun þeirra á alþjóðlegu móti og verður spennandi að fylgjast með
Þátttakendur í Viking Offshore Race, úthafssiglingakeppni frá Noregi til Íslands, eru að tínast inn í Reykjavíkurhöfn. Sex áhafnir þreyttu keppni á síðasta leggnum frá Þórshöfn til Reykjavíkur, þar á meðal félagar okkar á Xenu. Á morgun verðum við með grillpartý keppendum til heiðurs á Ingólfsgarði eftir þriðjudagskeppni um kl. 19:30. Við vonumst til að sem flestir felagar láti sjá sig.
Faxaflóamótið 2018 verður með ögn breyttu sniði í ár vegna HM í knattspyrnu. Mótið hefst á laugardagsmorguninn. Afhending kappsiglingafyrirmæla verður kl. 8:30 á Ingólfsgarði. Siglt verður til Akraness og síðan nokkrar umferðir við Akranehöfn fram eftir degi. Daginn eftir verður siglt til Reykjavíkur. Keppnin er opin öllum kjölbátum með gilt IRC-mælingarbréf. NOR: Faxaflóahafnir – 2018 Skráningar
Hér á eftir fer listinn yfir röð þeirra áhafna sem eiga að skaffa starfsmenn í keppnisstjórn á þriðjudögum í sumar: Dagsetning Keppnisstjóri / bátur 29. maí 2018 Brokey 5. júní 2018 Sigurborg 12. júní 2018 Besta 19. júní 2018 Dögun 26. júní 2018 Ögrun 3. júlí 2018 Lilja 10. júlí 2018 Aquarius 17. júlí 2018 Ásdís 24. júlí 2018 Íris