Björgunaraðgerðir í Bakkafjöru

/ ágúst 4, 2008

Það var mikið fjör í Bakkafjöru seinnipartinn í dag, sunnudag. Þó nokkuð af bátum voru að ferja fólk milli lands og eyja í tengslum við þjóðhátið eyjamanna.
Nokkrir spíttbátar urðu náttúruöflunum að bráð í fjörunni. Þótt sagt hafi verið í fréttum að hjálpasveitin á staðnum hafi staðið að björgun þá gátu þeir víst lítið gert í þetta sinnið. Þarna í fjörunni stóð þekktur skútusiglari Arnþór Ragnarsson ásamt tengdafólki sínu og drölsaði hálfsokknum spíttbátum á land. Björgunartækin voru aðallega dráttarvélar og svoleiðis búnaður til að koma bátunum upp úr fjörunni. Það virðist lítið vit, reynsla og þekking hafa verið í pokahorninu hjá sumum sem virðast hafa ætlað sér að ná í auðfengið fé með ferjusiglingum. Ætti landhelgisgæslan og lögreglan ekki frekar að vera þarna að athuga báta og búnað frekar en að ofsækja saklausar fjölskyldur á kvöldsiglingu um sundin blá?
{mosimage}

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>