Blæs ekki byrlega á smáþjóðaleikunum

/ júní 2, 2009

… í bókstaflegri merkingu – öllum siglingakeppnum dagsins var frestað vegna logns. Veðurvefirnir sýna 4 m/s vestanátt í Limassol á Kýpur núna seinnipartinn. Á morgun er spáð 6 m/s svo það lítur út fyrir sæmilegt siglingaveður.

Íslendingar hafa hins vegar verið að gera það gott í öðrum greinum á þessum fyrsta keppnisdegi mótsins. Kvennalandsliðið í blaki lagði Lúxemborg 3-0 og sundkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir setti mótsmet í 100m skriðsundi í undanrásum, en allt íslenska sundfólkið komst áfram í sínum greinum.

Meiri upplýsingar um siglingamótin á smáþjóðaleikunum er að finna á þessari slóð.

Share this Post