BMW 1 – Alinghi 0

Eftir allan lögfræðifarsann kringum þekktustu siglingakeppni heims fór langþráð fyrsta keppnin í Ameríkubikarnum loksins fram í Valensíu í gær. Ekki að það hafi gengið þrautalaust að koma þessum risafjölbytnum af stað; fyrsta keppnisdaginn var of lítill vindur og annan keppnisdaginn var of mikil alda. Í gær voru loks hentugar aðstæður til þess að koltrefjarisarnir gætu siglt án stórkostlegrar hættu á skemmdum. Eftir smáklúður í startinu náði þríbytnan USA-17 mun betri siglingu en tvíbytnan Alinghi 5 og sigraði með sannfærandi fimmtán mínútna mun. San Fransisco-liðið náði mun betri siglingu alla leiðina bæði á beitilegg og lensi svo þeir eru mun sigurstranglegri. Það getur því allt eins verið að úrslitin ráðist í keppninni á morgun.
Hægt er að fylgjast með keppninni „live“ á vefnum þeirra.