Breytingar á kappsiglingareglum

/ september 8, 2008

{mosimage}Sífellt er verið að endurskoða kappsiglingareglurnar og á fjögurra ára fresti eru gefnar út nýjar endurskoðaðar reglur. Nú er komið að næstu uppfærslu, þ.e. fyrir árin 2009–2012. Meðal þess sem talað eru um að breyta er svæðið umhverfis bauju, að það verði þrjár bátslengdir í stað tveggja. Einnig stendur til að breyta reglunum sem varða atvikið milli Lilju og Dögunar í sumar og deilt var um hér á vefnum.

Nánar má skoða samanburð á reglunum, fyrir og eftir breytingar hér. Þetta er ekki opinbert skjal og reglurnar gætu tekið breytingum frá því sem þarna er birt.

Share this Post