Brokey 50 ára 7. febrúar 2021

/ febrúar 4, 2021

Þann 7. febrúar árið 1971 var félagið stofnað af tólf áhugamönnum um siglingar og fögnum við því þessa dagana 50 ára afmæli félagsins.

Frá upphafi var tilgangur félagsins meðal annars að örva áhuga fólks á siglingum. Í fyrstu lögum félagsins sem samþykkt voru á aðalfundi árið 1974 var 2. gr. svohljóðandi: „Markmið félagsins er að starfa að og örva áhuga fólks á siglingaíþróttinni svo og á byggingu báta“. Félagið fékk aðstöðu við Nauthólsvík og hófst þar uppbygging félagsins.

Það er hægt að lesa sögu félagsins hér: http://brokey.is/um-siglingafelag-reykjavikur-brokey/

Á síðasta aðalfundi félgsins var rætt um hálfrar aldar afmæli félagsins og lagði formaður það til að halda afmæli á bryggjunni næsta sumar og var málinu vísað til nýrrar stjórnar að útfæra nánar og auglýsa.

Magnús Arason hannaði fyrir þetta tilefni nýtt 50 ára lógó fyrir félagið og þökkum við honum fyrir það.

Share this Post