Brokey sigursæl á Íslandsmótinu í ár

/ ágúst 11, 2009

Það má með sanni segja að Brokey hafi „átt keppnina“ í ár. Það hefur aðeins einu sinni áður gerst; árið 2005 þegar Baldvin sigldi Bestunni til sigurs og Aðalsteinn á Ögrun og Hafsteinn Ægir á Sigurvon lönduðu silfri og bronsi.

Í ár voru það snillingarnir á Dögun sem hanteruðu titilinn meðan Aquarius landaði silfrinu og Liljan bronsinu eftir harða keppni milli þeirra tveggja. Sannarlega frábær árangur hjá okkar félagsmönnum og áframhald á sigurgöngu Brokeyjar sem hófst með sigri IMX-bátsins (nú Xenu) árið 2005. Það er virkilega við hæfi að þessar metnaðarfullu áhafnir uppskeri árangur eftir linnulausar keppnir undanfarin ár. 

Myndir frá mótinu sýna vel hversu glæsileg íþrótt kjölbátasiglingar er þar sem skúturnar renna eftir vindinum þétt saman við baujurnar. Myndir er að finna á heimasíðu Ýmis hér, hér og hér og á heimasíðu Þyts hér.

Hérna fyrir neðan er uppfærður listi yfir verðlaunahafa á Íslandsmótum frá 1982 til dagsins í dag. Við endurtökum að ábendingar, leiðréttingar eða viðbætur eru vel þegar í athugasemdum…





Share this Post