Bryggjan verður vatns og rafmagnslaus í vetur

/ október 14, 2011

Vegna framkvæmda við Ingólfsgarð á næstu mánuðum verður flotbryggjan bæði vatnslaus og rafmagnslaus í vetur. Ekki er gert ráð fyrir að rafmagn eða vatn verði komið á með öruggum hætti fyrr en í vor, samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurhöfn. Það sama á við um félagsheimilið, gámana, að ekki verður hægt að treysta á vatn eða rafmagn þar á næstunni. Ekki er gert ráð fyrir að bátar séu við flotbryggjuna yfir vetrartímann.

Framkvæmdirnar felast meðal annars í því að skipta um rafmagnskassa og gera miklar breytingar á núverandi rafkerfi. Það sama á við um vatnið. Einnig verður gengið frá samskiptalögnum, heitavatnslögnum og frárennsli (skólp). Þessar framkvæmdir eru nú þegar hafnar með viðgerðinni á garðinum, sem eru í fullum gangi. Gert er ráð fyrir að garðurinn verði orðinn heill bráðlega.

Share this Post