Bryggjustæði – frágangur báta

/ apríl 30, 2008

{mosimage}Reglurnar eru einfaldar um frágang báta við flotbryggjuna.
Sterkt teygjanlegt tóg af ríflegum sverleika með dempurum á allar landfestar. Öldur geta orðið furðu stórar við bryggjuna, sérstaklega þegar vélbátar sigla of hratt í höfninni.
Ekki er mælt með notkun smellukróka (svokallaðar karabínur) þeir eru þekktir fyrir að gefa sig.
Rafmagnssnúrur skulu vera heilar og óskemmdar með öllu. Almennt er mælt með notkun einangrunarspennis við báta en það er val hvers og eins eiganda. Einangrunarspennir kemur í veg fyrir tæringu vegna útleiðslu.

Share this Post