Búúúúiiiið (bráðum)

/ september 7, 2009

Þá er komin september og manni finnst eins og sjósetning hafi verið í gær. Sumarið er allt of fljótt að líða. Nú er aðeins ein þriðjudagskeppni eftir og svo síðasta keppni ársins, sjálft Lokamótið.

Röðin er komin að Aquarius að stýra þriðjudagskeppninni. Heyrst hefur að Björn Jörundur ætli að syngja „Stolt siglir fleyið mitt“ í talstöðina strax eftir ræsingu. Allir verða að hafa kveikt á rás 6 og stilla í botn þannig að ljúfir tónarnir geti svifið um Sundin blá svo undir taki í Esjunni. Við vonumst til að sjá sem flesta.

Share this Post