Byggingu tónlistarhússins hætt
Þannig fór um sjóferð þá! Tilkynnt var í fréttum stöðvar tvö í kvöld, fimmtudaginn 27. nóvember, að Portus sem er byggingaraðili TRH eða Tónlistar og ráðstefnuhallarinnar, hafi gefist upp. Enga peninga er að hafa og öllum starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum. Ekki eru heldur til peningar til að greiða verktökum nú um næstu mánaðarmót. Viðræður við Austurhöfn, sem er samningsaðili þeirra hafa engan árangur borið.
Hér er hlekkur á fréttina ásamt sjónvarpsfréttinni.
Það gefur auga leið að framtíð og aðstaða Brokeyjar, Siglingafélags Rekjavíkur er í uppnámi og endurskoða þarf allt sem snýr að framtíðaraðstöðumálum félagsins.