Category Archives: Fréttir

Stjórnarfundur 5. febrúar 2019

Stjórnarfundur 5. febrúar 2019

Á fyrsta stjórnarfundi þann 5. febrúar skipti stjórnin með sér verkum og eftirfarandi var samþykkt: Gjaldkeri: Ragnar Tryggvasson Ritari: Hulda Lilja Hannesdóttir Bryggjustjóri: Arnar Jónsson Kænudeild Gunnar Haraldsson Marcel Mendes da Costa, íþróttafulltrúi Húsnæðisnefnd Ólafur Már Ólafsson Úlfur Hróbjartsson Stjórnin.

Ný stjórn kjörin á aðalfundi félagsins

Ný stjórn kjörin á aðalfundi félagsins

Þriðjudaginn 29. janúar var aðalfundur félagsins. Jón Pétur Friðriksson tók að sér fundarstjórn. Áki Ásgeirsson formaður fór yfir árið í góðri og ýtarlegri skýrslu. Ragnar gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins og gerði grein fyrir þeim og voru þeir svo samþykktir. Það var einn í framboði til formanns og var hann því sjálfkjörin. Það var hinsvegar í fyrsta sinn í langan

Read More

Aðalfundur 29. janúar

Aðalfundur 29. janúar

Enn eitt siglingaárið hefur tekið enda og komið að aðalfundi Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar. Fundurinn verður haldinn á Ingólfsgarði klukkan 20:00 að kvöldi þriðjudagsins 29. janúar. Við biðjum alla félaga að taka kvöldið frá. Dagskráin er eftirfarandi: Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra og fundarritara. Skýrsla stjórnar lögð fram. Skýrslur nefnda lagðar fram. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram og útskýrðir. Umræða um skýrslu

Read More

Kranadagur á sunnudag

Kranadagur á sunnudag

Kranadagur verður næsta sunnudag (7. október) og hífingar hefjast því kl. 15:00. Spáin er góð, hægviðri og frostlaust. Við mælum samt eindregið með hlýjum fötum. Lokabrokið verður auglýst síðar, en það verður ekki á kranadag eins og síðustu ár.

Brokeyingar á alþjóðamótum

Brokeyingar á alþjóðamótum

Fjórir kænusiglarar úr Brokey eru þessa dagana að koma sér á ráslínu í alþjóðlegum mótum. Í Båstad í Svíþjóð eru þau Hólmfríður Gunnarsdóttir, Ólafur Áki Kjartansson og Ásgeir Kjartansson, auk Ísabellu Sólar Tryggvadóttur úr Nökkva, skráð í keppni í Optimist og Laser Radial í Junior Nordic Championships. Þetta er frumraun þeirra á alþjóðlegu móti og verður spennandi að fylgjast með

Read More

Viking Offshore Race í höfn

Viking Offshore Race í höfn

Þátttakendur í Viking Offshore Race, úthafssiglingakeppni frá Noregi til Íslands, eru að tínast inn í Reykjavíkurhöfn. Sex áhafnir þreyttu keppni á síðasta leggnum frá Þórshöfn til Reykjavíkur, þar á meðal félagar okkar á Xenu. Á morgun verðum við með grillpartý keppendum til heiðurs á Ingólfsgarði eftir þriðjudagskeppni um kl. 19:30. Við vonumst til að sem flestir felagar láti sjá sig.

Read More