Category Archives: Fréttir

Brokeyingar á alþjóðamótum

Brokeyingar á alþjóðamótum

Fjórir kænusiglarar úr Brokey eru þessa dagana að koma sér á ráslínu í alþjóðlegum mótum. Í Båstad í Svíþjóð eru þau Hólmfríður Gunnarsdóttir, Ólafur Áki Kjartansson og Ásgeir Kjartansson, auk Ísabellu Sólar Tryggvadóttur úr Nökkva, skráð í keppni í Optimist og Laser Radial í Junior Nordic Championships. Þetta er frumraun þeirra á alþjóðlegu móti og verður spennandi að fylgjast með

Read More

Viking Offshore Race í höfn

Viking Offshore Race í höfn

Þátttakendur í Viking Offshore Race, úthafssiglingakeppni frá Noregi til Íslands, eru að tínast inn í Reykjavíkurhöfn. Sex áhafnir þreyttu keppni á síðasta leggnum frá Þórshöfn til Reykjavíkur, þar á meðal félagar okkar á Xenu. Á morgun verðum við með grillpartý keppendum til heiðurs á Ingólfsgarði eftir þriðjudagskeppni um kl. 19:30. Við vonumst til að sem flestir felagar láti sjá sig.

Read More

Faxaflóahafnir 2018

Faxaflóahafnir 2018

Faxaflóamótið 2018 verður með ögn breyttu sniði í ár vegna HM í knattspyrnu. Mótið hefst á laugardagsmorguninn. Afhending kappsiglingafyrirmæla verður kl. 8:30 á Ingólfsgarði. Siglt verður til Akraness og síðan nokkrar umferðir við Akranehöfn fram eftir degi. Daginn eftir verður siglt til Reykjavíkur. Keppnin er opin öllum kjölbátum með gilt IRC-mælingarbréf. NOR: Faxaflóahafnir – 2018 Skráningar

Styrkur vegna landsliðsverkefna

Styrkur vegna landsliðsverkefna

Hulda Lilja Hannesdóttir fékk á laugardaginn afhentan styrk frá félaginu að upphæð 200.000 kr. vegna þátttöku í heimsmeistaramótinu í Árósum í júlí og ágúst og fleiri landsliðsverkefna á árinu. Hluti af styrknum var framlag úr afrekssjóði ÍBR. Marcel Mendes da Costa íþróttafulltrúi afhenti Huldu styrkinn. Hulda Lilja hefur um árabil verið öflugasta siglingakona landsins. Hún stundar nám við Háskólann í

Read More

Kranadagur á laugardag

Kranadagur á laugardag

Veðrið hefur leikið við okkur síðustu daga og allt klárt að hífa í sjó. Kranadagur verður næsta laugardag þann 28. Háflóð er kl. 17:45 svo það er best að fólk mæti fyrir kl. 16:00. Verð fyrir hífingu er 15 þúsund á bát, greitt með reiðufé á staðnum. Við minnum á að fólk láti vita ef það vill fá bryggjustæði. Við

Read More

Siglingaárið tekur á sig mynd

Siglingaárið tekur á sig mynd

Það er smám saman að komast mynd á siglingaárið 2018 og dagsetningar að skýrast. Það eru mjög margir spennandi viðburðir framundan og af nógu að taka fyrir kænufólk, krúsera og kappsiglara. Það var vel mætt á fund um dagskrá félagsins á Ingólfsgarði síðasta laugardag. Miklar umræður sköpuðust um einstaka viðburði siglingaársins og nokkrum dagsetningum var hnikað til. Áki formaður gaf

Read More