Category Archives: Myndir

Íslandsmót kjölbáta 2016 – Úrslit

Það var áhöfnin á Bestu sem sigraði Íslandsmót kjölbáta 2016, og það með nokkrum yfirburðum, en fyrri Íslandsmeistarar á Dögun og Skeglu veittu þeim harða samkeppni. Mótið fór fram dagana 10.-14. ágúst og sigldar alls átta umferðir. Vindur hélst góður allan tímann. Tíu áhafnir tóku þátt og keppnin var hörð frá upphafi til enda. Úrslitin urðu eftirfarandi: Besta, 10 stig

Read More

Íslandsmót kæna 2016 – Úrslit

Það var virkilega flottur hópur frá Brokey sem tók þátt á Íslandsmóti kæna 2016 sem fór fram síðustu helgi hjá Siglingafélaginu Ými í Kópavogi. Við unnum til alls átta verðlauna og Þorgeir Ólafsson vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á Laser 4.7. Mótið byrjaði á laugardeginum í frekar litlum vindi en á sunnudeginum bætti meira í og það var orðið töluverður vindur

Read More

Norðurlandamót ungmenna 2016

Þessa dagana stendur yfir Norðurlandamót ungmenna 2016 í Horsens í Danmörku. Frá Íslandi eru tveir siglarar, Þorgeir Ólafsson (Brokey) og Ísabella Sól Tryggvadóttir (Nökkva). Þjálfari hópsins er Dagur Tómas Ásgeirsson. Undanfarnir tveir dagar voru fyrstu tveir keppnisdagur Norðurlandamótsins hjá þeim. Í fyrradag náðust þrjár keppnir bæði hjá strákum og stelpum og krakkarnir stóðu sig eins og hetjur þegar þau börðust við yfir

Read More

Hugur kominn heim

Seglskútan Hugur, fyrsta skemmtiskútan sem hefur siglt umhverfis hnöttinn á íslenskum fána, kom til Reykjavíkur í gær (21.07.2016) kl. 17:00. Skútunni sigldu hjónin Kristófer Oliversson og Svanfríður Jónsdóttir sem fóru í hnattsiglinguna í tilefni af sextugsafmæli sínu og 40 ára brúðkaupsafmæli. Hnattsiglingin var keppni á vegum World Cruising Club og tók 18 mánuði. Síðast tóku þau þátt í ARC USA

Read More

Hönnunarsamkeppni – niðurstaða

Ákveðið var af stjórn félagsins á stjórnarfundi um helgina að fara í samstarf við TEIKNISTOFU ARKITEKTA GYLFA GUÐJÓNSSONAR OG FÉLAGA ehf Nú er komið að „Stigi 2“ í ferlinu og hefjast nú viðræður við þann aðila sem var með bestu hugmyndina. Gera má ráð fyrir einhverjum breytingum því nokkrar athugasemdir komu fram á skemmtilegum félagsfundi þar sem þetta mál var á dagskrá.

Read More

Faxaflóamót 2016 – úrslit

Að venju var Faxaflóamótið skemmtilegt en í ár var það kannski vindinn sem vantaði og þá sérstaklega á laugardeginum. Föstudagurinn var eini dagurinn þar sem boðið var upp á góðan vind og bátarnir flugu nánast upp á Akranes. Sigurfari aðstoðaði Brokey við mótið og Faxaflóahafnir lánuðu húsnæði og bryggjuaðstöðu. Við þökkum við þeim kærlega fyrir. Úrslitin eru eftirfarandi: Sigurborg (Ýmir)

Read More