Category Archives: Óflokkað

Viking Offshore Race í höfn

Viking Offshore Race í höfn

Þátttakendur í Viking Offshore Race, úthafssiglingakeppni frá Noregi til Íslands, eru að tínast inn í Reykjavíkurhöfn. Sex áhafnir þreyttu keppni á síðasta leggnum frá Þórshöfn til Reykjavíkur, þar á meðal félagar okkar á Xenu. Á morgun verðum við með grillpartý keppendum til heiðurs á Ingólfsgarði eftir þriðjudagskeppni um kl. 19:30. Við vonumst til að sem flestir felagar láti sjá sig.

Read More

Faxaflóahafnir 2018

Faxaflóahafnir 2018

Faxaflóamótið 2018 verður með ögn breyttu sniði í ár vegna HM í knattspyrnu. Mótið hefst á laugardagsmorguninn. Afhending kappsiglingafyrirmæla verður kl. 8:30 á Ingólfsgarði. Siglt verður til Akraness og síðan nokkrar umferðir við Akranehöfn fram eftir degi. Daginn eftir verður siglt til Reykjavíkur. Keppnin er opin öllum kjölbátum með gilt IRC-mælingarbréf. NOR: Faxaflóahafnir – 2018 Skráningar

Keppnisstjórn á þriðjudögum

Keppnisstjórn á þriðjudögum

Hér á eftir fer listinn yfir röð þeirra áhafna sem eiga að skaffa starfsmenn í keppnisstjórn á þriðjudögum í sumar: Dagsetning Keppnisstjóri / bátur 29. maí 2018 Brokey 5. júní 2018 Sigurborg 12. júní 2018 Besta 19. júní 2018 Dögun 26. júní 2018 Ögrun 3. júlí 2018 Lilja 10. júlí 2018 Aquarius 17. júlí 2018 Ásdís 24. júlí 2018 Íris

Read More

Hátíð hafsins

Hátíð hafsins

Eins og venjulega ætlum við að gera okkur glaðan dag á Hátíð hafsins næstkomandi laugardag. Siglingakeppni verður ræst með fallbyssu Landhelgisgæslunnar kl. 2 (skipstjórafundur kl. 1). Meðan á keppni stendur og á eftir verður opið hús og vöfflukaffi í félagsheimilinu, svo endilega bjóðið fjölskyldu og gestum að kíkja við. Tilkynning um keppni á Hátíð hafsins 2018

Styrkur vegna landsliðsverkefna

Styrkur vegna landsliðsverkefna

Hulda Lilja Hannesdóttir fékk á laugardaginn afhentan styrk frá félaginu að upphæð 200.000 kr. vegna þátttöku í heimsmeistaramótinu í Árósum í júlí og ágúst og fleiri landsliðsverkefna á árinu. Hluti af styrknum var framlag úr afrekssjóði ÍBR. Marcel Mendes da Costa íþróttafulltrúi afhenti Huldu styrkinn. Hulda Lilja hefur um árabil verið öflugasta siglingakona landsins. Hún stundar nám við Háskólann í

Read More

Opnunarmót kæna: Úrslit

Opnunarmót kæna: Úrslit

Opnunarmót kæna var haldið í Skerjafirði laugardaginn 26. maí. Úlfur Hróbjartsson var keppnisstjóri. Fimm keppendur tóku þátt og sigldu fjórar umferðir. Úrslit urðu þessi: Keppandi félag Bátur segl# forgjöf umf 1 Umr tími sæti umf 2 Umr tími sæti umf 3 Umr tími sæti umf 4 Umr tími sæti Heildarstig sæti Dagur Tómas Ásgeirsson  Brokey  Laser Radial 8 1142 19:54:00

Read More