Category Archives: Óflokkað

Aðalfundur 23. janúar

Aðalfundur 23. janúar

Aðalfundur Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar, verður 23. janúar 2018, kl. 20:00 í aðstöðu félagsins á Ingólfsgarði. Við hvetjum félaga til að fjölmenna. Á dagskrá verða skýrsla formanns, ársreikningur félagsins fyrir árið 2017, kjör formanns og stjórnar og önnur aðalfundarstörf. Við bendum þeim sem hafa áhuga á að bjóða fram krafta sína í stjórn á næsta ári að hafa samband við formanninn,

Read More

Tilhlökkun

Tilhlökkun

Fyrir íslenskt siglingafólk eru margar ástæður til að horfa til ársins 2018 með tilhlökkun. Það eru spennandi hlutir að gerast í siglingum á Íslandi og von á nýjungum sem munu hafa áhrif til framtíðar ef að líkum lætur. Kænusiglingar eru í uppsveiflu. Bæði Brokey og Þytur hafa fjárfest síðustu ár með því að ráða erlenda þjálfara. Það hefur skilað sér

Read More

Jólasíld

Jólasíld

Hvar: Ingólfsgarði, Reykjavíkurhöfn Hvenær: 12:00-14:00 laugardaginn 23. desember. Við ætlum að hittast í hádeginu á Þorláksmessu niðri á bryggju og smakka á jólasíldinni í viðeigandi umhverfi. Frítt inn. Allir velkomnir.

Jólabjórkvöld 2. desember

Jólabjórkvöld 2. desember

Ingólfsgarði, Reykjavíkurhöfn Laugardaginn 2. desember kl. 20:00 Við ætlum að koma saman á Ingólfsgarði og bragða á nokkrum öltegundum, spjalla um sjóferðir og siglingar og svara nokkrum laufléttum spurningum í barsvari kvöldsins. Allir velkomnir.

Ársráðstefna World Sailing

Ársráðstefna World Sailing

Ársráðstefnu World Sailing í Puerto Vallarta í Mexíkó lauk núna um helgina. Ráðstefnan er aðalfundur sambandsins þar sem allar nefndir koma saman og skila af sér álitum til siglingaráðsins. Ráðið, þar sem sitja um 40 fulltrúar, tekur síðan endanlegar ákvarðanir varðandi hluti eins og mótahald, ólympíuklassa, keppnisreglur og margt fleira. Yfir 500 fulltrúar sóttu ráðstefnuna, þar á meðal Úlfur Hróbjartsson sem

Read More

Viking Offshore Race 2018

Viking Offshore Race 2018

Næsta sumar verður Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey síðasti áfangastaður alþjóðlegrar siglingakeppni, Viking Offshore Race. Keppnin fer frá Noregi til Íslands um Hjaltlandseyjar og Færeyjar og skiptist í þrjá leggi. Hægt er að skrá sig í keppni í einum eða fleiri leggjum. Til dæmis er hægt að taka aðeins þátt í lokaleggnum frá Þórshöfn til Reykjavíkur. Um er að ræða framlengingu

Read More