Ársráðstefna World Sailing

/ nóvember 16, 2017

Ársráðstefnu World Sailing í Puerto Vallarta í Mexíkó lauk núna um helgina. Ráðstefnan er aðalfundur sambandsins þar sem allar nefndir koma saman og skila af sér álitum til siglingaráðsins. Ráðið, þar sem sitja um 40 fulltrúar, tekur síðan endanlegar ákvarðanir varðandi hluti eins og mótahald, ólympíuklassa, keppnisreglur og margt fleira. Yfir 500 fulltrúar sóttu ráðstefnuna, þar á meðal Úlfur Hróbjartsson sem

Read More

Viking Offshore Race 2018

/ október 27, 2017

Næsta sumar verður Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey síðasti áfangastaður alþjóðlegrar siglingakeppni, Viking Offshore Race. Keppnin fer frá Noregi til Íslands um Hjaltlandseyjar og Færeyjar og skiptist í þrjá leggi. Hægt er að skrá sig í keppni í einum eða fleiri leggjum. Til dæmis er hægt að taka aðeins þátt í lokaleggnum frá Þórshöfn til Reykjavíkur. Um er að ræða framlengingu

Read More

Loftslagsfyrirlestur næsta þriðjudag

/ júní 28, 2017

Næsta þriðjudag eftir keppni, kl. 21:00, mun Dario Schwörer sem er á Íslandi ásamt konu sinni, Sabine, og fimm börnum þeirra um borð í skútunni Pachamama, halda fyrirlestur um ferðir sínar og loftslagsmál á Ingólfsgarði. Dario og Sabine hafa ferðast um heimsins höf í 16 ár til að fylgjast með og vekja athygli á loftslagsbreytingum.

Foreldrafundur í Nauthólsvík

/ júní 27, 2017

Foreldrafundur verður haldinn í Nauthólsvík miðvikudaginn 28. júní klukkan 17:00. Tilefnið er að ræða Akureyrarferðina framundan. Allir foreldrar í kænudeild eru hvattir til að mæta.

Faxaflóamótið framundan

/ júní 16, 2017

Spennan magnast fyrir Faxaflóamótið sem verður haldið 23.-25. júní. Jón Pétur Friðriksson verður keppnisstjóri í ár. Heyrst hefur að Skegla ætli að endurtaka leikinn frá 1996. Tilkynning um keppni var að berast: Faxaflóamót2017-NOR

Hátíð hafsins

/ júní 7, 2017

Að venju tökum við þátt í Hátíð hafsins með opnu húsi og léttu og leikandi siglingamóti. Húsið opnar kl. 10:00 og skipstjórnarfundur verður klukkan 13:00. Það verður boðið upp á kaffi og vöfflur meðan birgðir endast svo endilega hvetjið vini og vandamenn að kíkja við. Tilkynningu um keppni er að finna hér: NOR-Hátíð-hafsins-2017