Category Archives: Óflokkað

Siglingaárið tekur á sig mynd

Siglingaárið tekur á sig mynd

Það er smám saman að komast mynd á siglingaárið 2018 og dagsetningar að skýrast. Það eru mjög margir spennandi viðburðir framundan og af nógu að taka fyrir kænufólk, krúsera og kappsiglara. Það var vel mætt á fund um dagskrá félagsins á Ingólfsgarði síðasta laugardag. Miklar umræður sköpuðust um einstaka viðburði siglingaársins og nokkrum dagsetningum var hnikað til. Áki formaður gaf

Read More

Fundur um dagskrána 2018

Fundur um dagskrána 2018

Næsta laugardag, 24. febrúar kl. 12:00 verður almennur félagsfundur um dagskrána hjá félaginu fyrir árið 2018. Farið verður yfir hvað er framundan í kænustarfinu, bryggjudaga, kranadaga, hópsiglingar, kappsiglingar og margt fleira. Við hvetjum alla sem luma á góðum tillögum að viðburðum og uppákomum til að mæta. Eftir fundinn verða fyrstu drög að dagskrá fyrir 2018 birt hér á vefnum.

Fréttir af aðalfundi

Fréttir af aðalfundi

Aðalfundur Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar, fór fram á Ingólfsgarði þriðjudagskvöldið 23. janúar síðastliðinn. Um 20 manns mættu á fundinn. Kristján Skúli Sigurgeirsson var fundarstjóri. Fyrir lá skýrsla formanns og ársreikningur félagsins. Arnar Freyr Jónsson formaður fór yfir starfið á síðasta ári þar sem hæst bar kaup á nýjum öryggisbát og mikill gangur í kænudeildinni með vor- og haustæfingum. Námskeið á Sigurvon

Read More

Aðalfundur 23. janúar

Aðalfundur 23. janúar

Aðalfundur Siglingafélags Reykjavíkur, Brokeyjar, verður 23. janúar 2018, kl. 20:00 í aðstöðu félagsins á Ingólfsgarði. Við hvetjum félaga til að fjölmenna. Á dagskrá verða skýrsla formanns, ársreikningur félagsins fyrir árið 2017, kjör formanns og stjórnar og önnur aðalfundarstörf. Við bendum þeim sem hafa áhuga á að bjóða fram krafta sína í stjórn á næsta ári að hafa samband við formanninn,

Read More

Tilhlökkun

Tilhlökkun

Fyrir íslenskt siglingafólk eru margar ástæður til að horfa til ársins 2018 með tilhlökkun. Það eru spennandi hlutir að gerast í siglingum á Íslandi og von á nýjungum sem munu hafa áhrif til framtíðar ef að líkum lætur. Kænusiglingar eru í uppsveiflu. Bæði Brokey og Þytur hafa fjárfest síðustu ár með því að ráða erlenda þjálfara. Það hefur skilað sér

Read More

Jólasíld

Jólasíld

Hvar: Ingólfsgarði, Reykjavíkurhöfn Hvenær: 12:00-14:00 laugardaginn 23. desember. Við ætlum að hittast í hádeginu á Þorláksmessu niðri á bryggju og smakka á jólasíldinni í viðeigandi umhverfi. Frítt inn. Allir velkomnir.