Dagskrá 2017

Stjörnumerktar dagsetningar eru með fyrirvara. Allir viðburðir eru auglýstir sérstaklega þegar nær dregur á þessum vef (undir fréttir og tilkynningar) og á Facebook og Twitter. Nánari upplýsingar um siglingakeppnir er að finna á sérstakri síðu um keppnir.

Janúar

28

Aðalfundur

Aðalfundur félagsins er opinn öllum félögum. Á aðalfundi eru formaður og stjórn kjörin og félagsgjald næsta árs ákveðið.

Febrúar

25

Siglingaþing

Siglingaþing Siglingasambands Íslands er skipað fulltrúum siglingafélaganna á Íslandi. Á siglingaþingi er mótaskrá næsta árs ákveðin.

Mars

12

Félagsfundur

Félagsfundir eru opnir öllum félögum og velunnurum. Á félagsfundum er rætt um starfsemi félagsins og siglingamálefni almennt.

Apríl

1

Æfingar hefjast

Æfingar á vormisseri hefjast hjá kænudeild Brokeyjar þennan dag.

1

Reglufundur

Kvöldfundur á Ingólfsgarði til að ræða nýju kappsiglingareglurnar frá World Sailing og hvaða breytingar felast í þeim.

9

Siglingalandið Ísland

Siglingaspjall á Ingólfsgarði um ferðalög á seglskútum.

22*

Bryggjudagur

Á bryggjudegi er ætlunin að taka til hendinni á Ingólfsgarði, skafa þara af bryggjunni og laga húsnæðið, grilla og hafa gaman.

29*

Kranadagur

Krani pantaður upp í Gufunes til að hífa skúturnar þar á flot. Háflóð er áætlað seinnipartinn. Um kvöldið verður grillað.

Maí

?

Gæslubátanámskeið

Námskeið í meðhöndlun gæslubáta félagsins. Farið verður yfir öryggisatriði, sjósetningu, siglingu innanum börn og fleira. Skráning hér.

7

Tiltektardagur á Ingólfsgarði

Tiltekt og viðgerðir. Allir félagar hvattir til að mæta.

9

Reykjavíkurmótið hefst

Reykjavíkurmótaröðin hefst þarnæsta þriðjudag eftir kranadag.

9

Félagsfundur

Opinn félagsfundur til að ræða málefni félagsins og siglinga almennt strax eftir þriðjudagskeppni.

20

Opnun í Nauthólsvík

Opið hús í Nauthólsvík fyrir kænusiglara og foreldra að hitta þjálfarana og fara yfir aðstæður.

20

Opnunarmót kjölbáta

Fyrsta mót hins formlega siglingatímabils hjá kjölbátum. Mæting á Ingólfsgarði um morguninn og siglt til Hafnarfjarðar.

26*

America’s Cup Qualifiers

Fyrstu keppnirnar í formlegri undankeppni Ameríkubikarsins fara fram. Hugsanlega munum við ná að setja keppnina upp á skjáinn á Ingólfsgarði.

27

Opnunarmót kæna

Fyrsta kænumót ársins verður haldið af Ými í Kópavogi.

Júní

10

Miðsumarmót kæna

Annað kænumót ársins haldið af Þyt í Hafnarfirði.

10

Hátíð hafsins

Brokey heldur siglingakeppni í tilefni dagsins. Opið hús, vöfflur og kaffi fyrir gesti og gangandi á Ingólfsgarði. Kvöldskemmtun fyrir félaga.

12

Byrjendamóttaka í Nauthólsvík

Algjörir byrjendur í siglingum fá kennslu við hæfi þessa viku áður en þeir hefja æfingar.

17

Þjóðhátíðarmót

Brokey heldur siglingakeppni í tilefni dagsins. Opið hús, vöfflur og kaffi fyrir gesti og gangandi á Ingólfsgarði. Mögulega horfum við á Ameríkubikarinn sem hefst kl. 5 síðdegis.

17*

America’s Cup Match

Ef hægt verður að setja útsendinguna upp á skjánum horfum við á Ameríkubikarinn á Bermúda sem hefst kl. 5 síðdegis að okkar tíma.

23

Faxaflóamót

Brokey og Sigurfari á Akranesi standa saman að þriggja daga siglingakeppni þar sem siglt er upp á Skaga föstudag, hafnarkeppni laugardag og siglt til Reykjavíkur sunnudag.

Júlí

2

Æfingabúðir SÍL

Æfingabúðir Siglingasambands Íslands verða haldnar á Akureyri 2.-9. júlí.

10

Byrjendamóttaka í Nauthólsvík

Algjörir byrjendur í siglingum fá kennslu við hæfi þessa viku áður en þeir hefja æfingar.

Ágúst

8*

Félagsfundur

Félagsfundur til að ræða málefni félagsins og siglinga almennt, strax eftir þriðjudagskeppni.

10

Íslandsmót kæna

Þytur heldur Íslandsmót kæna í Hafnarfirði.

16

Íslandsmót kjölbáta

Ýmir heldur Íslandsmót kjölbáta í Kópavogi.

19

Menningarnótt

Á menningarnótt koma félagar saman á Ingólfsgarði og fylgjast með flugeldasýningunni.

26

Lokamót kæna

Lokamót kæna verður haldið í Reykjavík að þessu sinni.

September

2

Lokamót kjölbáta

Ýmir býður upp á lokamót kjölbáta. Siglt er frá Reykjavík fyrir Gróttu og inn í Fossvog.

16

Bart’s Bash

Alþjóðleg siglingakeppni opin bæði kjölbátum og kænum, haldin í Reykjavík.

16

Alþjóðlegi strandhreinsidagurinn

Alþjóðlegur dagur helgaður hreinsun rusls við strendur.

Október

7*

Kranadagur og Lokabrok

Bátar hífðir á land í Gufunesi. Kvöldskemmtun á Ingólfsgarði.

14*

Volvo Ocean Race Start

Við munum reyna að setja hafnarkeppnina í Alicante upp á skjánum.

28*

Volvo Ocean Race Lissabon

Við munum reyna að setja hafnarkeppnina í Lissabon upp á skjánum.

Nóvember

25*

Jólabjórsmakk

Kvöldskemmtun á Ingólfsgarði þar sem nokkrir jólabjórar verða teknir til bæna.

Desember

8*

Volvo Ocean Race Höfðaborg

Horfum saman á hafnarkeppnina í Höfðaborg.

23*

Síldarveisla

Síldarveisla og samverustund á Ingólfsgarði.

31

Áramót

Ýmir stendur fyrir svalasta siglingamóti ársins, Áramótinu, í Kópavogi.