Dagskrá 2018

Stjörnumerktar dagsetningar eru með fyrirvara. Allir viðburðir eru auglýstir sérstaklega þegar nær dregur á þessum vef (undir fréttir og tilkynningar) og á Facebook og Twitter. Nánari upplýsingar um siglingakeppnir er að finna á sérstakri síðu um keppnir.

Janúar

23

Aðalfundur

Aðalfundur félagsins er opinn öllum félögum. Á aðalfundi eru formaður og stjórn kjörin og félagsgjald næsta árs ákveðið.

Febrúar

17

Siglingaþing

Siglingasamband Íslands heldur árlegt siglingaþing fulltrúa siglingafélaganna í Laugardal.

Mars

13

Hópsigling til Siglufjarðar: Undirbúningsfundur

Fyrsti undirbúningsfundur fyrir hópsiglingu á norrænu strandmenningarhátíðina á Siglufirði 5.-8. júlí. Hugmyndin er að finna góðan veðurglugga á bilinu frá 28. júní til 2. júlí og sigla í samfloti þessa þrjá sólarhringa sem það tekur að komast á Siglufjörð.

24

Æfingaferð til Weymouth

Sameiginleg æfingaferð kænuhópa siglingafélaganna til Weymouth Sailing Academy í Suður-Englandi.

Apríl

3

Framtíð Reykjavíkurmótsins

Allar hliðar mótsins eru til umræðu; þátttaka, keppnisstjórn, tímasetningar, forgjöf, stört, brautir, briefing/debriefing, matur, tracking og fleira. Gefum okkur góðan tíma til að gera Reykjavíkurmótið eins gott og það getur orðið fyrir fimmtugsafmæli félagsins. Niðurstöður fundarins munu rata beint í NORið.

21

Bryggjudagur

Félagar koma saman á Ingólfsgarði til að taka til hendinni, skafa þara af bryggjunni og fara yfir annað sem þarfnast lagfæringa við.

28

Kranadagur

Bátar hífðir á sjó í Gufunesi. Kjölbátatímabilið hefst formlega hjá okkur í Brokey. Gleði og gaman á Ingólfsgarði á eftir.

Maí

5

Alþjóðlegi strandhreinsunardagurinn

Félagið tekur þátt í strandhreinsunardeginum.

19

Opnunarmót kjölbáta

Þytur sér um opnunarmótið. Að vanda er siglt sem leið liggur frá Reykjavík til Hafnarfjarðar.

26

Opnunarmót kæna

Brokey hefur umsjón með opnunarmóti kæna í ár.

Júní

2

Hátíð hafsins

Skemmtileg opin keppni fyrir alla á hátíðisdegi hafsins í Reykjavík.

3

Sjómannadagurinn

Dagskrá á sjómannadaginn verður auglýst síðar.

17

Þjóðhátíðardagurinn

Þjóðhátíðarmótið fellur niður en sérstök þjóðhátíðardagskrá verður auglýst síðar.

22

Faxi 2018

Faxaflóamótið verður að vanda helgina 22.-24. júní, í samstarfi við Sigurfara á Akranesi.

28*

Hópsigling til Siglufjarðar

Fyrsta mögulega dagsetning fyrir upphaf hópsiglingar til Siglufjarðar #siglo2018.

29

Viking Offshore Race

Fyrsti leggur Viking Offshore Race verður ræstur í Bergen í Noregi.

30

Æfingabúðir

Æfingabúðir í kænusiglingum verða frá 30. júní til 8. júlí.

Júlí

1

Viking Offshore Race

Annar leggur Viking Offshore Race verður ræstur í Leirvík á Hjaltlandseyjum.

4

Norræna strandmenningarhátíðin

Norræna strandmenningarhátíðin verður á Siglufirði 4.-8. júlí. Til stendur að fjölmenna og taka þátt í skemmtilegri alþjóðlegri skútustemningu. Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin samhliða.

6

Viking Offshore Race

Þriðji leggur Viking Offshore Race verður ræstur í Þórshöfn í Færeyjum.

11

Viking Offshore Race

Verðlaunaafhending Viking Offshore Race í Reykjavík.

30

HM í Árósum

Stærsti siglingaviðburður okkar heimshluta í ár verður 30. júlí til 12. ágúst. Stöndum þétt við bakið á okkar konu á mótinu, Huldu Lilju Hannesdóttur.

Ágúst

10

Íslandsmót kæna

Íslandsmót kæna verður á Akureyri helgina 10.-12. ágúst.

14

Íslandsmót kjölbáta

Íslandsmót kjölbáta verður í Hafnarfirði 14. til 19. ágúst.

25

Lokamót kæna

Lokamót kæna verður í Kópavogi 25. ágúst.

September

1

Lokamót kjölbáta

Lokamót kjölbáta verður í Kópavogi 1. september.

15

Bart’s Bash

Skúturallið Bart’s Bash verður haldið í Reykjavík 15. september.

Október

7

Kranadagur

Skútur verða hífðar á land í Gufunesi sunnudaginn 7. október frá klukkan 15:00.

13*

Lokabrok

Möguleg dagsetning fyrir lokabrok.

27

Sjálfboðaliðakvöld

Kvöld helgað sjálfboðaliðum og ómetanlegu framlagi þeirra til starfsemi félagsins.

Nóvember

17

Jólabjórkvöld

Ekki seinna vænna að bragða á úrvali jólabjóra.

24

Uppskeruhátíð kænudeildar

Við fögnum lokum ársins með kænusiglurum og aðstandendum.

Desember

22

Jólasíld

Róleg hádegisstund í jólaösinni með síld og fleira gómsætt.

31

Áramót

Svalasta siglingamót ársins verður haldið í Kópavogi.