Dagur 8 – Harken mæ es

/ maí 7, 2005

Allt í drasli

Dagurinn hófst með keppni klukkan 14:40. Stuttar pulsubrautir, tacktical eins og þeir kalla það. Vindurinn var sterkur og mikið um að vera allan tímann. Fyrri keppnin hófst á því að íslensku víkingarnir slitu fokkuskautið, blakkir í upphölum, og fokkubraut…

Hvað er verið að láta drasl sem hentar fyrir optimist á 30 feta bát? Við slitum fokkuupphalið sem er úr 8mm spectra og þolir 5-10 tonn. Slitum blökkina fyrir það við mastrið líka, úff tómt vesen. Fyrri keppnin fór þannig meira og minna í vaskinn og lítill hraði á bátnum líka. Sæti?, aftarlega um það bil fjórtánda. Í seinni keppninni tókum við völdin um borð, uppreisn sem sagt og hættum að hlusta á hvernig frakkinn vildi hafa fokkuna stillta. Við vorum bara með eitt upphal, belgseglsupphalið og notuðum það bæði á fokkuna og belgseglið. Komum samt fjórðu í mark, frekar ánægðir með það. Komumst reyndar að því daginn eftir að við höfðum fengið svarta flaggið og vorum því úr leik í þeirri keppni. Ben sagði bara „jú ar tú strong“ enda komumst við að því þegar við vorum að skoða af hverju fokkuupphalsspilið hélt ekki að það voru brotnar úr því nokkrar tennur. HARKEN „mæ es“ ekki mikil harka í því. Seinni partur dagsins og kvöldið til kl 9 fór í það að skipta um upphal, fokkuskaut, blakkir og fleira. Hentumst heim í föt og sturtu og fórum að borða niðri í bæ.

Share this Post