Dagur 9 – Eyjahringur

/ maí 7, 2005

Eyjahringur

Dagurinn hófst á því að vakna klukkan sjö eftir fjögurra tíma svefn. Við fórum nefnilega niður í bæ til að fá okkur að borða og komum frekar seint heim. Benni var ekkert rosalega morgunhress og kom að sækja okkur á síðustu mínútu þar sem við stóðum í fullum herklæðum við útidyrnar. ..

Það var ekið í hendingskasti niður að bryggju losað og lagt í hann. Náðum ágætis starti og blússuðum af stað. Vorum í vandræðum með að ná góðum báthraða í fyrstu en þegar við hundsuðum frönsku ráðleggingarnar fór báturinn að sigla fram úr hinum. Þar með skildum við marga báta eftir og hættum að dragast aftur úr hinum. Beitileggurinn var ansi langur í sterkum vindi allt út fyrir eyjuna Re (Ille de Re). Fórum grunnt á tímabili til að losna við straum sem skilaði sér vel, tja, nema fyrir kjölinn sem rakst aðeins niður. Við tók auðvitað margra klukkustunda belgseglssigling til baka þar sem barist var við nokkra báta á leiðinni. Lensleggurinn gekk vel og við drógum á á þeirri leið. Siglingin gekk í flesta staði vel. Stýrimaðurinn á alltaf svolítið erfitt með að taka við upplýsingum og alls ekki leiðbeiningum og þaðan af síður skipunum. Við vorum alveg að tapa okkur þegar komið var að línu (layline) og hann sigldi bara áfram og neitaði að venda. Töpuðum ansi mörgum fram úr okkur svoleiðis. Enduðum væntanlega í fimmta til sjöunda sæti. Erum frekar snemma heima núna, klukkan sex, höfum loksins tíma til að skrifa og senda fréttir enda hafa síðustu dagar verið ansi strembnir og lítið um svefn og svoleiðis. Eyjahringurinn var ca 50 mílur.

Share this Post