Deep Water

/ desember 8, 2006

{mosimage}15. desember verður heimilamyndin Deep Water frumsýnd í London. Myndin fjallar um fyrstu sólósiglingakeppni um hverfis jörðina án viðkomu, árið 1968. Aðal persónan í myndinni er Donald Crowhurst…

 

Hann framleiðir siglingabúnað, giftur og á fjögur börn og meiriháttar fjárhagsvandræði. Hann gerir veðmál við sponsor um að ef hann klári keppnina fái hann góðan pening, annars ekki krónu. Hann púslar saman þríbytnu og hleður hana tólum og tækjum og leggur af stað, langt á eftir keppinautunum. Hann veit að hann á ekki mikla möguleika á að vinna keppnina, en vonast þó til að fá peningaverðlaun fyrir að klára á stystum tíma.

Að fáeinum vikum liðnum, áður en hann kemst í veðurhaminn í Suðuríshafinu byrjar bátur hans að leka og sýnir merki um að liðast í sundur. Hann veit að það myndi jafngilda sjálfsmorði að halda áfram og stórkostlegu gjaldþroti að snúa við.

Hans lausn á málinu, snjöll, djörf og algjörlega óheiðarleg. Hann ákveður að dóla sér í Suður-Atlantshafi og bíða þar eftir keppinautunum og verða samferða þeim heim þegar þeir eru að ljúka hnattsiglingunni. Hann á að hafa gefið upplognar staðsetningar, eins og hann væri á siglingu umhverfis hnöttinn og setti hvert hraðametið á fætur öðru. Hann þorði samt ekki að koma fyrstur í mark af ótta við að keppnisstjórn færi vandlega yfir logbókina. Hann ákvað að verða annar. En svo gerðist hið óvænta, fremsti báturinn sökk. Hann fékk sig ekki til að klára keppnina. Hann er talinn hafa stokkið fyrir borð með logbókina í fanginu.

Smellð hér og skoðið treiler úr myndinni o.fl.

Nokkrar bækur hafa verið skrifaðar um þetta ævintýri Crowhurst, t.d. The Strange Last Voyage of Donald Crowhurst og A Voyage For Madmen

Share this Post