„Det var bara et personligt problem“

/ desember 12, 2006

{mosimage}Það blés byrlega þegar við lögðum af stað. Bara himinn og haf næstu 360
sjómílurnar. En svo lyngdi hann. Niður fyrir 10 hnúta og það á móti.
Ekki mikið fyrir 15 tonna skip. "Aftari díseltankurinn er tómur" sagði
Kallinn, "við erum líka búnir að tæma stóra díseltankinn. Nú eigum við
bara það sem er á dagtankinum og brúsana á dekkinu. Verðum að eiga
byrgðir ef einhver lægðin breytist í fellibyl. Nú eru það bara seglin"…


Það var siglt í einn dag og það var siglt í tvo daga. Karlsvagninn, Óríon og Suðurkrossinn á nóttinni. Gluggað í bók og starað á sjóndeildarhringinn á daginn. Sofið og sofið meira. Maður fylltist vongleði  þegar hraðinn náði 3 hnútum en þegar hann fór niður fyrir 1½ hnút sá maður fram á að þurfa að fresta heimferðinni með tilheyrandi kostnaði. Við sigldum ekki einu sinni í áttina, heldur stefndum á Chile.


En þegar stefnan á Guam var 44 gráður breyttist allt. Kallinn stakk hausnum uppúr lúgunni og spurði höstuglega: "Helltirðu ekki af brúsunum á dekkinu í stóra díeseltankinn? Ég ætlaði að dæla á milli en hann er tómur. Nú eigum við bara löggina á dagtankinum". "Jú" sagði ég aumingjalega og sá fram á að komast ekki heim fyrir jól, kanski ekki fyrir áramót. En svarið náði bara afturendanum á Kallinum því hausinn var kominn á kaf ofan í vélarrúm þar sem hann barði í tankana og handfjatlaði slöngur og krana. Rauk svo til, startaði vélinni og setti á góðan snúning. "Det var bara et personligt problem" sagði hann gleiðbrosandi. "Það er nóg olía til. Ég hef snúið vitlausum krana um daginn".
Svo núna mótorsiglum við í hægviðrinu með 6.6 hnúta hraða í 44 gráður. Dýrðlegt.

kveðjur frá 12 02,7n  143 18.1e 11.12.2006

Magnús Waage 

Share this Post