Dís tók niðri

/ maí 14, 2008

Eins og sumir vita þá komust þeir sem voru að sigla Dís heim eftir Opnunarmótið af hverju Skerjafjörður ber nafn sitt. Báturinn tók niðri og skemmdist þónokkuð. Við bíðum ennþá eftir myndum, sem munu vera til en hafa ekki verið sendar okkur. Nei við vitum ekki nákvæmlega hvar þeir tóku niðri, né heldur hvað þeir voru að gera eða hugsa. Það er þó víst að Dís hefur gert harða atlögu að strandbikarnum þetta árið.

Share this Post