Díselbakteríugróðurshreinsiefni

/ mars 4, 2008

{mosimage}Það er þekkt vandamál í bátum að einhverskonar bakteríugróður fjölgar sér í tankinum. Þessi gró eða hvað sem þetta nú er geta valdið miklum skaða. Þessi óþverri vex í diesel tankinum og…

 

myndar þar einskonar þræði. Þetta sest svo í allar síur og stíflar þær þannig að auðvitað gengur vélin ekki. Þessir þræðir komast jafnvel gegnum síurnar og stífla spíssana í vélinni. Geta sem sagt valdið skelfilegu tjóni og miklu veseni. Við þessu er þó til lausn sem er að setja eitur og hreinsiefni í tankinn og þá kemur þetta vandamál ekki upp.

Þetta efni hefur þó ekkert verið auðvelt að finna eða fá. Nú hefur fundist aðili hér á landi sem á svona efni til. Það er Marpól í Kópavogi (beint fyrir ofan Dómínós pizzustaðinn á Nýbýlaveginum).

Efnið heitir Cyrus sjá: Smella hér og kostar ekki mikið og þarf sáralítið af því í hvern tank. Þetta er auðvitað gott á díselbílinn líka og getur dregið verulega úr eldsneytisnotkun. Sagt er að meðan efnið er íblandað þá minniki eldsneytisnotkunin verulega, prófi hver fyrir sig um sannleiksgildi þess.

 Vitað er að það kom til landsins á síðasta ári sending af dieseolíu sem var smituð og olli verulegum vandræðum.

 Baldvin

Share this Post