Ekki um sel…

/ desember 17, 2008

Er rétt að segja að það hafi blásið byrlega fyrir keppendum í Vendée Globe? Vindur hefur vissulega verið góður og stundum rúmlega það. En 11 bátar af 30 hafa heltst úr lestinni með brotin möstur eða hreinlega fokið uppí fjöru eins og Bernard Stamm sem á bátinn sem þessi huggulegi hafbúi gætir nú á Kerguleneyju. Mike Golding og Loick Peyron hafa báðir misst sín möstur. Loick Peyron heyrði brothljóð … niðri og hljóp til og sá þá bara fót mastursins brotinn mélinu smærra (þetta karbon-dót). Það hríslaðist kaldur sviti niður bakið á nokkrum keppendum sem höfðu siglt í kjölfari Loick Peyron og þar með reynt svipað á sína báta.

Share this Post