Er reiðinn þinn stórskemmdur?

/ júní 25, 2007

Skömmu fyrir kl. sex síðdegis í dag mánudaginn 25 júní sigldi hafnsögubáturinn Magni á fullri gjöf út úr Reykjavíkurhöfn. Væntanlega til aðstoðar við Hafsúluna þar sem upp kom eldur. Bógaldan af Magna hafði þau vanalegu áhrif að skúturnar við bryggjuna ultu mikið í stæðum sínum. Samkvæmt framburði vitna rákust mörg möstur harkalega saman, sérstaklega norðanmegin á bryggjunni. Eigendur báta eru beðnir að huga að þeim strax og skoða hvort þeir hafa orðið fyrir tjóni.

Þeir sem hafa orðið fyrir tjóni eru beðnir að hafa samband við Snorra gjaldkera á morgun, þriðjudag, fyrir kl 17:00.
Búast má við að einhver möstur, rá og reiði séu stórskemmd.

Fundað verður um málið þriðjudagskvöldið 26 júní.

 

Share this Post