Ericsson slúður tvö. Waypoint Grímsey 66N

/ desember 2, 2008

Siggi Óli var staddur í Alicante að eltast við hvíta kúlu. Það mun vera einhversskonar íþrótt sem við kunnum ekki að nefna. Hvað um það, eitt kvöldið eru þeir að borða á veitingastað og verða varir við nokkuð drjúgan hóp sem tekur vel til matar síns. Þeir hesthúsa steikum af stærstu gerð eins og Jón Páll Sigmarsson og Magnús Ver. Þar að auki mæla þeir á kunnuglega tungu. Siggi áttar sig á hverjir eru þarna á ferðinni og…

og gefur sig á tal við þá. Jú mikið rétt eru ekki staddir þarna náungarnir úr Ericsson liðinu, sem eru að æfa fyrir Volvo Ocean Race. Siggi ber upp á þá sögna með Musto gallana frá Kanaríeyjum og kallar fram mikinn hlátur í hópnum. Jú þeir könnuðust greinilega við um hvað Siggi var að tala og fóru fram á loforð að segja engum. Upp hófust miklar umræður og veisluhöld með skandínövunum og mikið rætt um siglingar.

Þeir voru meðal annars allir á því, sem þátttakendur, að gaman væri að sigla norður fyrir Ísland, yfir Norður heimsskautsbauginn, jafnvel koma við á Íslandi.

Það verður að viðurkennast að hugmyndin er ekki svo vitlaus. Áhorfið á þennan íþróttaviðburð er meiri en fólk hér á landi getur ímyndað sér. Áhorf á sumar siglingakeppnir er meiri en á fótbolta og kappakstur til samans á heimsvísu.

Það kostar auðvitað hellings pening að fá bátana til að koma hér við, en kannski minna að sigla hér framhjá.

Þetta er verkefni fyrir einhvern sem kann til verka í svonalögðu.

 

Share this Post