Faxaflóamót 21. – 23. júní 2013

/ júní 19, 2013

Hið árlega Faxaflóamót verður haldið næstu helgi.  Keppnin verður í tveimur hlutum, sigling frá Reykjavík til Akraness og svo til baka daginn eftir.

Faxaflóamótið er haldið af Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey með stuðningi Akraneskaupstaðar.

TILKYNNING UM KEPPNI OG SKRÁNING

1 Reglur

Keppt verður samkvæmt:

    a) Kappsiglingareglum ISAF 2009 til 2012

    b) Kappsiglingafyrirmælum SÍL

    c) Kappsiglingafyrirmælum mótsins

2 Þátttökuréttur

Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL.

3 Auglýsingar

Auglýsingar eru leyfðar samkvæmt flokki C í Alþjóðakappsiglingareglunum.

4 Forgjöf

Keppt er samkvæmt IRC-forgjöf og skulu allir bátar framvísa gildu mælibréfi fyrir keppni. 

5 Skráning

Skráningar skulu berast til keppnisstjórnar fyrir kl. 21:00 20. júní með athugasemdum við viðkomandi frétt á brokey.is. Taka þarf fram nafn báts, nafn skipstjóra, fjölda áhafnarmeðlima, seglanúmer, forgjöf og félag sem keppt er fyrir. Sé bátur skráður seinna hækkar þátttökugjald um 2.000 kr. 

6 Þátttökugjald

Þátttökugjald á hvern bát er kr. 5.000 og greiðist fyrir keppni á skipstjórafundi.

7 Keppnisbrautir

Siglt verður í einum spretti til Akraness fyrri daginn en flóknari braut seinni daginn. Brautir verða kynntar á skipstjórnarfundum fyrir hvora keppni. 

8 Tímaáætlun

21. júní

    Skipstjórnarfundur í félagsheimili Brokeyjar á Ingólfsgarði kl. 16:30

    Fyrsta rásmerki frá Reykjavík kl. 17:25

22. júní

    Skipstjórnarfundur, Akraneshöfn kl. 9:30 

    Fyrsta rásmerki frá Akranesi kl. 9:55.

Ef veður leyfir ekki keppni 21. eða 22. júní verður öll keppnin haldin 23 júní og aðlöguð að aðstæðum.

9 Stigakerfi

Notað verður lágstigakerfi samkvæmt viðauka A í Alþjóðakappsiglingareglunum.

10 Ábyrgð og tryggingar

Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu. Hver bátur skal vera tryggður með gildri ábyrgðartryggingu sem nær til þess tjóns sem orðið getur.

11 Verðlaun

Fyrir fyrri keppnisdaginn Reykjavík – Akranes, Sprettur verður veittur Skagabikarinn og verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Fyrir seinni legginn Akranes – Reykjavík, verða veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Fyrir samanlagðan árangur verður veittur bikar og verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Samanlagður árangur veitir stig til Íslandsbikars.

12 Verðlaunaafhending

Verðlaun verða afhent strax eftir lok mótsins í félagsheimili Brokeyjar.

13 Veitingar

Eftir seinni keppnisdag verður boðið upp á mat í félagsheimili Brokeyjar.

14  Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar eru veittar á brokey@brokey.is

Share this Post