Faxaflóamót – NOR

/ júní 18, 2014

20. til 22. júní 2014

Haldið af Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey

 

TILKYNNING UM KEPPNI OG SKRÁNING

1. Reglur

Keppt verður samkvæmt:

a) Kappsiglingareglum ISAF 2013 til 2017

b) Kappsiglingafyrirmælum SÍL

c) Kappsiglingafyrirmælum mótsins

 

2. Auglýsingar

Auglýsingar eru leyfðar samkvæmt flokki C í Alþjóðakappsiglingareglunum.

 

3. Þátttökuréttur

Rétt til þátttöku hafa fullgildir félagar í siglingafélögum samkvæmt móta- og keppendareglum SÍL.

Ath. að kjölbátum sem skráðir eru sem dagbátar er heimil þátttaka.

 

4. Skráning

Skráningar skulu berast til keppnisstjórnar fyrir kl. 24:00 19. júní með athugasemdum við viðkomandi frétt á brokey.is. Taka þarf fram nafn báts, nafn skipstjóra, fjölda áhafnarmeðlima, seglanúmer, forgjöf og félag sem keppt er fyrir.

 

5. Þátttökugjald

3.000 kr á hvern keppanda.

 

6. Tímaáætlun

Föstudagur 20. júní

• Skipstjórafundur kl 16:00 (afhending gagna, greiðsla keppnisgjalda)

• Start er kl 17:15 (sjá keppnisfyrirmæli)

Laugardagur 21. júní

• Skipstjórafundur kl 11:00 (afhending gagna)

• Fyrsta start er kl 12:00 og sigldar verða amk. tvær umferðir (sjá keppnisfyrirmæli)

 

Sunnudagur 22. júní

• Skipstjórafundur kl 11:00

• Start er kl 12:00 (sjá keppnisfyrirmæli)

 

7. Mælingar

Keppt er samkvæmt IRC-forgjöf og skulu allir bátar framvísa gildu mælibréfi fyrir keppni.

 

8. Kappsiglingafyrirmæli

Kappsiglingafyrirmæli verða afhent  fös. 20 júní kl. 16:00.

 

9. Keppnisbraut

Fös. 20/6: Sigld verður stysta leið milli Reykjavíkur og Akraness. Start- og marklína og baujur verða skýrðar nánar á skistjórafundi kl. 16:00.

Lau. 21/6: Keppt verður á svæðinu utan við höfnina á Akranesi. Brautir verða kynntar á skipstjórafundi kl. 11:00.

Sun: 22/6: Siglt verður frá Akranesi til Reykjavíkur. Braut verður kynnt á skipstjórafundi kl. 11:00

 

10. Samskipti

Bátar skulu ekki hafa samskipti með farsíma eða talstöð sem ekki eru aðgengileg öllum meðan þeir keppa nema í neyðartilvikum. Keppnisstjórn notar rás 6 til samskipta.

 

11. Verðlaun

Veitt verða  verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin. Að auki verða veitt verðlaun fyrir þann bát sem sigrar í fyrsta legg keppninnar  Reykjavík – Akranes.

 

12. Ábyrgð

Allir sem taka þátt í mótinu gera það á eigin ábyrgð. Sjá reglu 4, ákvörðun um að keppa. Keppnisstjórn ásamt öllum þeim sem taka þátt í framkvæmd mótsins firra sig allri ábyrgð gagnvart tjóni sem kann að verða vegna þátttöku í mótinu.

 

13. Tryggingar

Hver bátur skal vera tryggður með gildri ábyrgðartryggingu sem nær til þess tjóns sem orðið getur.

 

14. Verðlaunaafhending

Verðlaun verða veitt annars vegar fyrir sprett (frá Reykjavík til Akraness) og hins vegar fyrir samanlagðan árangur og verður verðlaunaafhending strax eftir lok keppni á sunnudaginn í félagsheimili Brokeyjar.

 

15. Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar veitir Jón Pétur Friðriksson í síma 694 2314 eða með tölvupósti á jp.fridriksson@gmail.com

 

Brokey – Siglingafélag Reykjavíkur

Ingólfsgarði, 101 Reykjavík

Sími: 552 8272

 

7 Comments

 1. Skráning í Faxaflóamót:
  Nafn Báts: ÁSDÍS
  Skipstj.: Árni Þór Hilmarsson
  Fjöldi í áhöfn: 3-4
  Seglanúmer: 2217
  IRC forgjöf: 0,825
  Siglingafélag: Þytur

 2. Skraning í Faxaflóamót:
  Nafn báts: Þerna
  Skipstj: Nils Daníelsson
  Fjöldi í áhöfn:4-5
  Seglanúmer:9834
  Irc forgjöf:0948
  Siglingafélag: Þytur

 3. Skraning í Faxaflóamót:
  Nafn báts: Dögun
  Skipstj: Magnús Waage
  Fjöldi í áhöfn: 2-3
  Seglanúmer: 1782
  Irc forgjöf: 0841
  Siglingafélag: Brokey

 4. Skráning í Faxaflóamót 2014:
  Nafn báts: Ísmolinn
  Skipstj: Gunnar Geir Halldórsson
  Fjöldi í áhöfn: 3 til 15
  Seglanúmer: 2639
  Siglingafélag: Siglingaklúbburinn Þytur
  Komum ef allt gengur upp.

 5. Nafn báts: Lilja
  Skipstj: Arnar Freyr Jónsson
  Fjöldi í áhöfn: 5
  Seglanúmer: 2720
  Irc forgjöf: 0.975
  Siglingafélag: Brokey

 6. Nafn báts: Ögrun, seglanr. 9800
  Skipstjóri: Niels Chr. Nielsen
  Fjöldi í áhöfn: 6
  IRC forgjöf: 1,003
  Siglingafélag: Brokey

 7. Varðandi matarmál fyrir keppendur:
  Föstudagur: Brokey grillar borgara fyrir keppendur. (innifalið)
  Laugardagur: Grillveisla kl.19:00. Sameiginlegt grill á
  bryggjunni (hver kemur með sitt á grillið).

  Við fórum með tvö grill + bekki + borð upp á skaga í gær og Faxaflóahafnir ætla að lána okkur bílskúrinn til að grilla fyrir utan og nærast á heitum stað inni. Þar inni er klósettaðstaða og einnig hægt að þurrka blaut föt.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>