Faxaflóamóti lokið

/ júní 24, 2006

{mosimage}Í gær föstudag var siglt frá Reykjavík, fyrir Akureyarrifsbauju, Sexbauju, Brekkuboðadufl, Ellefubauju og í mark á Akranesi. Á laurardeginum var siglt beint frá Akranesi, að Glitnisbaujunni og í mark við Brokeyjarklúbbhúsið. Báða dagana var afskaplega gott veður en vindurinn frískari fyrri daginn. Keppnin var mjög hörð báða dagana og skiptust bátarnir nokkuð á sætum. Úrslitin nákvæmlega verða birt um leið og þau berast ritstjóra en þó má nefna að BESTA vann faxaflóabikarinn sem er samanlagður árangur beggja daganna.

Keppnisstjórn á miklar þakkir skildar fyrir gott veður og góða keppni. Skipulag og framkvæmd mótsins var með miklum ágætum og virtust allir fara sólbrúnir og saddir heim að móti loknu.

Share this Post