Á stjórnarfundi 5. mars 2019 ákvað stjórn félagsins að stofna sérstakan afrekssjóð og leggja honum til stofnfé.

Afrekssjóður Siglingafélag Reykjavíkur – Brokey er myndaður af framlögum sem berast í sjóðinn bæði frá stjórn félagsins sem leggur sjóðum til fjármuni ár hvert og frjálsum framlögum.
Stjórn félagsins úthlutar styrkjum samkvæmt umsóknum sem berast.
Úthluta skal úr sjóðnum 1 til 2 sinnum á ári og skal auglýsa sérstaklega eftir umsóknum í sjóðinn.

Úthlutunarreglur:

  1. Umsækendur þurfa að vera félagsmenn í Siglingafélagi Reykjavíkur – Brokey og keppa fyrir hönd félagsins.
  2. Þátttaka í landsliðsferðum, Norðurlandamótum, Evrópumótum, heimsmeistaramótum og Olympíuleikum.
  3. Önnur verkefni t.d. námskeið og æfingarbúðir.
  4. Þátttaka þjálfara í þjálfaranámskeiðum erlendis.
  5. Stjórn félagsins er heimilt að takmarka fjölda styrkja til einstaklings innan sama árs.
  6. Stjórn félagsins skal færa rök fyrir úthlutun og höfnun úr sjóðnum.
  7. Umsókn um styrk skal hafa borist eigi síðar en sex mánuðum eftir að móti lýkur.
  8. Afrekssjóður Siglingafélags Reykjavikur félagsins úthlutar allt að 2 sinnum á ári allt eftir stöðu sjóðsins hverju sinni.
  9. Á lokahófi Siglingafélags Reykjavíkur – Brokey veitir sjóðurinn verðlaun til íþróttakarls og íþróttakonu félagsins.

Fyrir þá sem vilja styrja sjóðinn, þá eru reikningsupplýsingar: 528-14-784, kt. 6811740449
Félagið getur sent kvittun fyrir styrknum sé þess óskað.

 

Hægt er að senda inn umsókn á formadur@brokey.is

Á umsókninni þarf að koma fram:
Nafn
Kennitala
Netfang
Heiti verkefnis
Hvenær var eða er verkefnið
Kostnaður eða áætlaður kostnaður (sundurliðaður)
Annar kostnaður
Samtals kostnaður
Er sótt um styrk annarsstaðar vegna verkefnisins?
Frekari upplýsingar sem umsækjandi vill taka fram:

Úthlutanir 2019
Á stjórnarfundi þann 8. ágúst 2019 var ákveðið að veita í fyrsta sinn styrki úr Afrekssjóði Siglingafélags Reykjavíkur – Brokey til eftirfarandi umsækjenda.

Styrkur að fjárhæð 50.000 kr.
Árni Friðrik Guðmundsson
Hólmfríður Kolbrún Gunnarsdóttir
Ólafur Áki Kjartansson
Tara Ósk Markúsdóttir
Vegna keppnisferðar á Nordic Youth Championship í Fjærhomen 29. júlí – 3. ágúst 2019

Styrkur að fjárhæð 100.000 kr.
Hulda Lilja Hannesdóttir
Vegna Evrópumeistaramóti á Laser Radial í Porto, Portúgal sem haldið var 16. – 27. maí 2019.