Optimist

Optimist er góður kennslubátur fyrir krakka á aldrinum 8 til 15 ára. Haldin eru námskeið á sumrin þar sem kennd eru undirstöðuatriði siglinga auk þess sem báturinn er notaður við þjálfun og keppni allt til 15 ára aldurs. Félagið hefur yfir að ráða níu nýlegum bátum sem eru góðir í æfingar og keppnir. Brokey á 9 Optimist báta.

20130515_182325

Topper Topaz

Topper Topaz er skemmtilegur tveggja manna bátur sem ætlaður er fyrir unglinga. Hann hefur stórsegl, fokku og spinaker og því getur hann verið mjög fjörugur, upplagt fyrir tvo félaga að sigla saman.  Hægt er að vera aðeins með stórsegl og bæta síðan við seglum eftir því sem maður lærir betur á bátinn.  Brokey á 5 Topper Topaz báta.

Laser

Laser er mjög góður og útbreiddur keppnisbátur sem er m.a. notaður á Ólympíuleikum. Báturinn er notaður af eldri iðkendum félagsins auk þess sem hann er notaður við fullorðiskennslu. Laser er eins manns bátur.  Þá eru til auk venjulegra segla bæði Radial segl og 4,7 sem ætluð eru léttari siglurum.  Brokey á 5 Laser báta.

RS Quest

RS Quest er frábær kennslubátur fyrir þá sem eru að byrja að sigla sem og þá sem vilja læra handtökin á stærri bát. Hann hefur stórsegl og fokku og seglaflöturinn er nokkuð stór.  Brokey á í pöntun 2 RS Quest sem verða afhentir í maí 2021.

snipe

Snipe

Nýlega var gerður upp elsti bátur félagsins sem ber nafnið Forsetinn, en um er að ræða tveggja manna bát af gerðinni Snipe.

Öryggisbátar

Undanfarin ár hefur félagið lagt í miklar fjárfestingar til að efla öryggismál og í dag eru alls 3 öryggis- og þjálfarabátar í eigu Brokeyjar og staðsettir í Nauthólsvík. Einn harðbotna Zodiac slöngubát og tveir VSR bátar af nýjustu gerð. Gríðalega góðir bátar í meðhöndlun á sjó.

Secret 26

Brokey á tvo Secret 26 feta kjölbáta sem notaðir eru bæði til kennslu og keppni. Þeir heita Sigurvon og Gulla granna.  Á sumrin eru haldin námskeið fyrir fullorðna á þessum bátum og geta allt að fimm nemendur verið í einu ásamt kennara.